Hvers kona vinstra rugl er þetta eiginlega? Fjórir stjórnarþingmenn vilja núna þjóðaratkvæði.

Vinnubrögð þingmanna Vinstri stjórnarinnar eru með ólíkindum. Á Alþingi var borin fram tillaga um þjóðaratkvæði um ríkisábyrgðina á Icesave. Tillagan var felld af Samfylkingu, Vinstri grænum og Þránni Bertelssyni. Svo er það upplýst að meðal áskoranda til forseta Íslands séu fjórir þingmenn Vinstri stjórnarinna sem skora á hann að skrifa ekki undir og að efnt verði til þjóðaratkvæðis.

Hvernig á almenningur að geta borið virðingu fyrir svona skrípalek nokkurra þingmanna Vinstri stjórnarinnar.

Hefði nú ekki verið heiðarlegra að samþykkja þjóðaratkvæði á Alþingi. Þessir þingmenn höfðu valdið til þess að efna til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Það er ansi ódýrt af þeirra hálfu að henda boltanum til forsetans. Hvað ef forsetinn skrifar undir? Hverra er þá ábyrgðin að þjóðin fékk ekki að segja sitt álit?

 

 


mbl.is 4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvelt að komast að kennitölum og nöfnum ALLRA þingmann, þannig að ég eða þú hefðum getað skráð þetta fólk án þeirra vitundar!

q (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:18

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir voru kúgaðir, og hafa viðurkennt það. Hótunin sem vofði yfir var sú að Samfylkingin myndi slíta stjórninni

Sigurður Þórðarson, 2.1.2010 kl. 17:57

3 identicon

Kjósa um hvað? Að mismuna fólki eftir þjóðerni eða hörundslit? Neyðarlögin mörkuðu stefnuna og það er ekki aftur snúið og um alls EKKERT að kjósa.

Svarar Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:23

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Segðu nú lesendum eitt! Hverjir skrifuðu undir og af hverju. Annars skal ég sjá um það fyrir þig ef þú vilt ekki finna út af því. Það liggur nefnilega ekki ljóst fyrir og ég vil vita það ásamt þessari þræla-þjóð. Kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:17

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta er Ásmundur, Lilja væntanlega Ögmundur og Guðfríður Lilja..án þess að ég viti það en þetta eru þau nöfn sem mér finnst vera líkleg á þessum lista.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 2.1.2010 kl. 23:50

6 identicon

Þú veist að það það getur hver sem er sett inn nafn og kennitölu þessara þingmanna.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:17

7 identicon

það var gengið úr skugga um að nöfn ráðherra væru skráð af þeim sjálf

Njáll (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 02:09

8 identicon

Hvaða heilvita mannkind skrifar undir samning sem hann veit "alveg eins" getur sett hann á hausinn?

Svar: Dauðvona!

Eina vitið er henda þessu aftur í alþingi  (lítið a) með kröfu um að settur  verði nýr fyrirvari! Þjóðin hefur engar forsendur (upplýsingar)  til að  dæma þetta! 

hruturinn (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 03:07

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurður og gleðilegt ár. Rugl á vinstri vængnum segir þú og talar um að línur þar séu ekki skýrar. Umræðan um ICESAVE hefur verið nokkuð ruglkennd undanfarna mánuði og hefur það verið í boði Íhalds og Framsóknar. Afgreiðslan á Alþingi var ekki ruglaðri en svo að frumvarpið var samþykkt og nú er það hjá forsetnum. Hann býður trúlega eftir því að áramótagleðinni ljúki svo ekki komi til uppþota meðal drukkinna á götum úti, sem æstir hafa verið með skipulegum hætti undanfarnar vikur og mánuði upp í mótmæli við frumvarinu í nafni þjóðerniskenndar. Ljótu leikur þar á ferð sem hefur þann eina tilgang að koma Hrun-flokkunum aftir til valda.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.1.2010 kl. 05:26

10 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Forsetinn HLÝTUR að vitna til þess að meirihluti þings, ef þessar 4 undirskriftir eru réttar - a.m.k. er undirskrift Ásmundar rétt, þar sem hann sagði í ræðu sinni í þinginu að hann myndi rita á listann - er fyrir því að málið fari fyrir þjóðaratkvæði.

Hann beinlínis getur ekki gert annað þar sem augljóst er að þingmennirnir vilja að þjóðin fái að ákveða um þetta stóra mál.

Annars er ég sammála þér nafni um ruglið í VG - það stendur ekki steinn yfir steini í þeirra málflutningi, Steingrímur hótar og hótar og aumingja þingmennirnir beygja sig og bugta eins og kallinn vill, hótunin er slit á fyrstu hreinu vinstristjórn landsins.

Ég trúi því ekki að þingmenn VG séu slíkir vesalingar að þeir, samvizku sinnar vegna, muni láta Steingrím komast upp með þetta til frambúðar.  Hans tími er fljótlega liðinn  !!

Sigurður Sigurðsson, 3.1.2010 kl. 11:31

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ólafur skrifar undir - hann mun ekki fella vinstri stjórnina sem hann að margra mati bjó til -
ég vorkenni þeim sem kusu vg - búnir að selja sín stefnumál og hugsjónir fyrir völd -

Óðinn Þórisson, 3.1.2010 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828230

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband