Samfylkingin og Píratar að sameinast?

Merkilegt að fylgjast með stjórnmálaumræðunni þessa dagana. Síðustu vikurnar er 

áberandi að hnífurinn gengur ekki á milli Samfylkingarinnar og Pírata.Í hverju málinu á fætur öðru flytja þau nákvæmlega sömu ræðurnar. Það er því eðlilegt að sú skoðun skjóti upp kollinum hvort verið sé að undirbúa sameiningu þessara tveggja flokka. Það hlýtur að fara um margt Samfylkingarfólk við þá tilhugsun að róa undir sama flaggi og Píratar.

Ríkisstjórnin spilaði á dögunum út þriðja björgunarpakkanum. Stjórnarandstaðan var spurð um afstöðu sína.Sigmundur Davíð formaður Miðflokks var mjög jákvæður og sagði tillögurnar góðar. Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar sagði ríkisstjórnina greinilega hafa hlustað og var ánægð með tillögurnar.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hafði allt á hornum sér.Var ekker nema neikvæðninút í aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Halldóra Mogensen talsmaður Pírata flutti svo sömu neikvæðu ræðuna og Logi.

Já,kannski verða næstu stóru tíðindin í stjórnmálunum að Samfylkingin og Píratar renni saman í einn stjórnmálaflokk.


Verkföll í kreppu?

Atvinnuleysi eykst nú hvern einasta dag. Fjöldauppsagnir í fyrirtækjum. Ríkisstjórnin rær lífróður til að reyna að bjarga fyrirtækjum og heimilum frá algjöru hruni.Sveitarfélögin eru í vanda.Óvissan er mikil og engin veit fyrir víst hvenær fer að birta til í einum stærsta atvinnuvegi okkar ferðamennskunni.

Það er eins og allar þessar fréttir hafi farið fram hjá forystu eflingar. Nú stefnir allt í verkföll í nokkrum sveitarfélögum, sem mun m.a. hafa áhrif á starf skólanna þegar starf þeirra átti að komast í eðlilegt horf.

Verkfall á þessum tímum er úr takt við raunveruleikann.Á meðan tugþúsiundir missa vinnuna er fáránlegt að setja starfsfólk í verkföll.

Það er mun ábyrgari leið sem Ragnar Þór formaður VR og Vilhjálmur Birgisson form.Verkalýðsfélags Akraness vilja fara. Þeir hafa óskað eftir viðræðum við atvinnurekendur og ríkisvaldið hvernig hægt verði að verja lífskjarasamninginn. 

Aðalatriðið hlýtur einmitt að vera að ræða saman um björgunaraðgerðir og hvernig hægt verði að koma atvinnulífinu í fullan gang aftur.

Verkföll eru ekki lausnin á þessum tímum.


Íslenskt grænmeti á alla diska

Það liggur alveg ljóst fyrir að í framhaldi af Covid-19 þurfum við Íslendingar að endurskoða marga hluti hjá okkur. Það líður örugglega þó nokkur tími áður en ferðamennskan verður aftur jafn stór í okkar efnhagslífi eins og verið hefur. 

Við eigum mikla möguleika á að efla eina atvinmugrein verulega frá því sem nú er. Á síðustu árum höfum við flutt inn mikiða af grænmeti,sem alveg er hægt að rækta hér innanlands.

Við höfum Því miður ekki verið samkeppnishæf með margt grænmeti vegna þess hve garðyrkjubændur þurfa að greiða hátt raforkuverð.

Nú hljóta ráðamenn að horfa til þess að breyta um stefnu. Raforkuverð þarf að lækka verulega þannig að við getum ræktað sem mest af grænmeti hér innanlands.Þeim fjármunum er örugglega vel varið og mun skila sér vel inn í efnhagslífið hjá okkur.

Þetta hlýtur að verða einn hlutinn af næstu björgunarpökkum ríkisstjórnarinnar. Það er hagur okkar allra.


Hvað er eiginlega að Bandaríkjamönnum?

Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með vinnubrögðum Trumps Bandaríkjaforseta. Að þessi maður með sínar skoðanir og vinnubrögð skuli vera forseti öflugasta ríkis heimsins er alveg hreint furðulegt svo ekki sé meira sagt.

USA hvatti íbúa til að gera þveröfugt við það sem heilbrigðisyfirvöld ráðleggja og margir ríkisstjórar vildu hafa. Aldrei áður gerst í sögu USA að forseti hvetji til lögbrota.

Nú toppar hann þó algjörlega fyrri vinnubrögð og yfirlýsingar með því að ráðleggja fólki að taka inn sótthreinsunarefni. Hugsið ykkur þetta er forseti Bandaríkjanna.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Trump verður endurkosinn í nóvember. Það er svo sem alveg eins líklegt. Merkilegt að mótframbjóðandii verður ellilífeyrisþeginn Joe Biden.

Hvernig má það vera að í jafn fjölmennu ríki og Bandaríkin eru að valkostirnar í kosningunum verði tveir ellilífeyrisþegar. Annar alveg ruglaður og hinn hálf ruglaður.

Við Íslendingar fáum þó tækifæri að velja á milli Guðna forseta og Guðmundar Franklíns.


mbl.is Framleiðandi sótthreinsiefna varar fólk við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég býð alltaf betur hvað sem þú gerir

Mér datt í hug efir að ég heyrði viðbrögð stjórnarandstöðunnar við efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar. Þegar við vorum krakkar vorum við að metast um það hvað foreldrar og vinir ætluðu að gefa okkur í afmælisgjafir. Þó voru viðbröðin hjá sumum, það er alveg sama hvað þú segir ég fæ alltaf tíu sinnum meira frá mínum foreldrum og vinum.

Það er svipað með þingmenn stjórnarandsyöðunnar. Ríkisstjórnin lagði fram fyrsta pakkann fyrir nokkrum vikum. Sagði þá að það ættu eftir að koma fleiri efnhagspakkar. Viðbröðgð stórnarandstöðunnar, þetta er ekki nóg, það þarf miklu meira í pakka eitt.

Ríkisstjórnin hefur nú kynnt aðgerðarpakka tvö og sagt að það muni koma aðgerðarpakki þrjú. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar. Það þarf miklu meira en þetta í pakka tvö.

Ríkisstjórnin hefur lagt höfuð áherslu á að aðgerðirnar eigi að miða að því að koma atvinnulífinu í gang. Það sé grundvallaratriði að fólk hafi vinnu til að hafa tekjur.

Ótrúlegt að forysta ASÍ sé ekki sammála þessari nálgun. Varla getur það verið markmið að sem flestir séu á atvinnuleysisbótum.

Það verður alveg sama hvað ríkisstjórnin legguir til stjórnarandstaðan mun alltaf hrópa,við bjóðum tíu sinnum meira, eins og börnin sögðu í gamla daga.


Logi vill uppistand í Hörpu

Á þessum sérstöku tímum Kórónu faraldurs fá margir ansi skrítnar hugmyndir. Einn af þeim er Logi Einarsson,formaður Samfylkingarinnar. Á dögunum varð mikið uppistand á Alþingi eftir upphlaup Pírata þegar forseti sleit fundi eftir 3 mínútur í framhaldi af broti þingmanna á fjölda sem mega vera inni í fundarsal. Þingmenn voru orðnir 26 í stað 20 manna hámarks.

Logi formaður kom með lausnina. Færum hluta af þingstörfum í Hörpuna til að öll stjórnarandstaðan geti tekið þátt í uppistandi þar. Það hlýtur reyndar að vera spurning hvort þetta er framkvæmanlegt yfir höfuð á svona stuttum tíma. Þótt það væri framkvæmanlegt er stór spurning hvort þjóðin væri eitthvað bættari með uppistandssýningu stjórnarandstöðunnar. Eflaust stæði þá dagskrá þingsins yfir allan daginn um störf forseta Alþingis. Við sjáum fyrir okkur Þórhildi Sunnu,Loga sjálfan, Björn Leví og harðasta anstæðing Joe Biden, Helga Hrafn að maður tali nú ekki um Ágúst Ólaf hugmyndasmið Samfylkingarinnar ræða tillögur um að setja 3500 aðila á listamannalaun og að besta leiðin til að örva hagkerfið sé að fjölga opinberum starfsmönnum.

Er nokkur ástæða að leggja slíkt uppistand á þjóðina á þessum tímum?

Svo er það líka spurning hvernig á að framkvæma þingfundi þegar samkomubannið miðast við 50. Það eru jú 63 þingmenn og umhverfisráðherra til viðbótar.

Hverja ætlar Logi að skilja eftir?


Joe Biden á ekki möguleika eftir skammir Helga Hrafns

Nú hafa Píratar ákveðið að færa út kvíarnar og sinna fleiru heldur en íslenskum stjórnmálum. Telja sig væntanlega búnir að afgreiða Steingrím J.Sigfússon forseta Alþingis með sinni framgöngu á þingi.Nú er kominn tími til að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál enda forsetakosningar í nóvember. Margir hafa talið að Joe Biden forsetaefni Demókrata eigi nokkra möguleika á að fella Trump forseta í kosningunum. Demókratar geta nú gleymt því. Eftir að Helgi Pírati hefur látið í sér heyra á Biden ekki möguleika. Bandaríkjamenn hljóta að styðja Helga Hrafn. Reyndar dálítið furðulegt hvað Helga Hrafni kemur það við hvort Biden eða aðrir eru trúaðir. Hvers vegna mega menn ekki hafa sína trú í friði?

Trump forseti hlýtur að fagna óvæntum stuðningi frá Pírötum á Íslandi. Eftir að Helgi Pírati er búinn að afgreiða Biden Demókrata á Trump sigurinn vísan.

Hver getur svo haldið því fram að Píratar séu alveg áhrifalausir.


mbl.is Helgi Hrafn vandar um við Joe Biden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Alþingi sektað?

Þingmenn klikka ekki nú frekar en fyrri daginn að hafa eitthver uppistand á Alþingi. Í gildi er fjöldatakmörkun frá Almannavörnum vegna Covid-19. Ekki mega koma saman fleiri en 20. Í fundarsal Alþingis voru hins vegar í morgun staddir 26 þingmenn þegar átti að ræða annað mál en sneri að veirunni.

Nú hljóta að vakna upp ýmsar spurningar. Voru Píratar og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn að lauma inn þingmönnum til að geta bent á lögbrotið? Þetta er svo sem í anda Pírata að nota hvert tækifæri til að hleypa öllu upp.

Eða var þetta forseta Alþingis að kenna. Einhvern veginn hefði manni fundist eðlilegt að Steingrímur J.Sigfússon myndi telja hvað margir væru komnir í þingsal.

Honum til varnar er hann alls ekki vanur svona miklum fjölda í þingsalnum.Yfirleitt er hægt að telja viðstadda þingmenn á fingrum sér.

Nú er að bara að bíða og sjá hvort Víðir sektar Alþingi fyrir að brjóta lögin.


mbl.is Forseti Alþingis getur ekki afhent dagskrárvaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur

Krafa stóru útgerðarfélaganna á hendur ríkinu um bætur vegna úthlutunar makrílkvóta á sínum er ekki gott innlegg í þá sam,stöðu sem nú ríkir í baráttunni við kórónuveiruna.

Það eru margar stéttir sem munu fara mjög illa fjárhagslega vegna þessa alheimsfaraldurs.Ekki er líklegt að stórútgerðir séu í þeim hópi sem fer verst fjárhagslega í þessum aðstæðum. Það eru allt aðrir hópar samfélagsins sem þurfa á aðstoð frá ríkinu að halda til að geta lifað eðlilegu áfram. Það verður einnig mjög erfitt hjá mörgum einstaklingum,sem þurfa hjálparhönd frá ríki og sveitarfélögum til að geta framfleytt sér og sínum næstu mánuðina.

Það er því algjörlega úr öllum takti að stórúgerðir krefjist nú 10 til 15 milljarða bóta frá almennum skattgreiðendum í landinu.

Það ber að fagna yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann segist hafa góðar vonar að ríkið vinni málið,en fari svo að ríkið tapi komi ekki til greina að skattgreiðsndur greiði heldur verði útgerðinn sjálf að greiða reikninginn.

Katrín Jakkobsdóttir,forsætisráðherra,tekur í sama streng og segir að útgerðin ætti að íhuga að draga málið til baka.

Allur almenningur sem nú stendur sameinaður í baráttunni gegn kórónuveirunni bæði heilsufarslega og efnahagslega hlýtur að gera þá samfélagslegu kröfu til stórútgerðarinnar að hún dragi til baka kröfu sína um 10 til 15 milljarða greiðslu úr ríkissjóði.


mbl.is Krefja ríkið um rúmlega 10 milljarða króna í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágúst Ólafur skipar fyrsta sæti Populista

Á þessum erfiðu tímum hjá okkur hefur ríkt mikil samstaða í þjóðfélaginu. Þríeykið hefur mikinn stuðning þjóðarinnar í þeim aðgerðum sem gera þarf. Stjórnvöld hafa einnig góðan stuðning til að gera þær ráðstafanir í efnahagsmálum sem taldar eru nauðsynlegar. Aðeins örfá dæmi eru um að stjórnmálamenn komi með yfirboð til að reyna að slá sig til riddara. Sem betur fer ekki mikið um það.

Einn þingmaður hefu nú tekið ótvíræða forystu meðal Populista. Lýðskrum Ágústs Ólafar Ágústssonar þingmanns Samfylkingarannar slær út öll fyrri met.

Ólafur Ágúst vill að ríkið greiði tífalt fleirum listamannalaun en nú er. Sem sagt hann vill að 3500 manns verði á listamannalaunum,sem kostar ríkissjóð 6,5 milljarða.

Það verður erfitt fyrir aðra populista að toppa Ágúst Ógúst í yfirboðum.

Satt best að segja er Samfylkingunni vorkunn að hafa svona hugsandi mann í þingflokknum.


mbl.is Leggur til tíföld listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828342

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband