Viðreisnar vitleysan

Tver fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir auglýsa nú fundaherferð um landið þar sem þau boða boðskap Viðreisnar um að kollvarpa núverandi sjávarutvegskerfi og kvótanum.Merkilegt þar sem þau eiga nú sinn stóra þátt í að hafa komið núverandi kerfi á og viðhaldið því.En popilistaflokkurinn Viðreisn sér núb tæfæri í atkvæðaveiðum,þar sem sjávarútvegurinn gengur svo vel og sumir hagnast.

Við sem tilheyrum hópi eldri borgara munum þá tíð,þegar síofellt var verið að fella gengið til að rétta af tap útgerðarinnar. Við munum líka þá tíð þegar bæjarútgerðin var upp á sitt besta með tilheyrandi tapi og framlögum frá sveitarfélögum.

Með skynsamlegri stjórn og kvótakerfi hefur tekist að byggja upp sterkan og öflugan sjávarútveg sem skilar góðri afkomu.

Nðýlokið er öfæugri loðnuvertíð sem talið er að skili þjóðarbúinu 55 milljörðum. Í Vestmannaeyjum er talið að smfélagið fá í sinn hlut 12 milljarða. Það er ekki bara útgerðin og fiskvinnslan sem njóta góðs af.Tekjur þeirra vinna við loðnuna aukast mjög. Öll þjónusta nýtur góðs af. Bæjarkassinn fær góðan hlut.

Þessi verðmæti sklapast fyrst og frem,st vegna þess að fyrirtækin ná að blómstra og fjárfesta í öflugri skipun og tæknvæddr fiskvinnslu.

Hér í Garðinum er öflugt útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki,Nesfiskur,sem er burðarás atvinnulífsins. Nesfiskur er fjölskyldufyrirtæki sem skilar góðum rekstri og skiptir öllu. Er eitthvað athugavert við að fyrirtækið skili góðum hagnaði?

Viðreisn vill kollvarpa þessu kerfi,þannig að hætta er á stöðnum og að vulji til aukinna fjárfestinga og framfara hverfi,.

Viðreisn telur það einnig aitt höfuðverkefni að koma Íslandi í ESB. Þap myndi einfaldlega þýða að við myndum misssa yfirráðin yfir stjórn fiskveiða. Viljum við afhenda okkar fiksimið til þjóða ESB.

Eflaust má bæta og lagfæra það kerfi sem við búum við. En það væri skelfilegt að láta Vireisn stjórna för og kollvarpa öllu og afhenda svo ESB fiskimiðin.


Besta aprilgabbið

Þetta er besta 1.aprilgabbið í ár. Dagur ætlar að tvöfalda lóðaframboð í Reykjavík næstu fimm árin. Fréttatilkynning í dag 1.apríl. Ætli nokkur hafi hlaupið 1.apríl?Reyndar á Dagur að fá umhverfisverðlaun fyrir að endurnýja  sömu kosningaloforðin á  fjögurra ára fresti. 


mbl.is Reykjavíkurborg tvöfaldar lóðaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaugilega vandræðalegt hjá Loga formanni

Logi Einarsson,formaður Samfylkingarinnar notaði aukadag Alþingis til að biðla til Katrínar forsætisráð herra. Logi sagði þá Bjarna og Sigurð Inga allt of slæma stráka til að hún ætti að vera í samstarfi við þá. Þeir réðu allt of miklu VG fengi engu að ráða.

Ekki er ég nú viss um að allir Sjálfstæðismenn séu sammála þessu. Varla heldu Logi að Sjálfstæðismenn ráði ferðinni í gheiolbrigðismálum.

Logi sagðist aftur á móti myndi verða mjög hlýðinn í samstarfi og gera allt sem Katrín vildi.

Þetta var spaugilega uppákoma á Alþingi og virkilega vandræðaleg fyrir Loga og Samfylkinguna.

Logi og Samfylkingin gera sér betur og betur grein fyrir því að það er engin eftirspurn er til staðar að fá Samfylkinguna í næstu ríkisstjórn. Landsmönnum líður bara ágætlega að hafa hana utan stjórnar.

Kjósendur horfa til Reykjavíkur og sjá þar alla vitleysuna sem Dagur og Samfylkingin stýra.

 


Klikkaði Jón Þór Pírati?

Nú hefur verið ákveðið að kalla þurfi Alþingi saman næsta þriðjudag til að leiðrétta mistök,sem gerð voru varðandi kosningalög. Ganga frá reglum varðandi listabókstafi framboðanna að öðrum kosti væri allt í uppnámi vegna kosninganna í haust.

Merkilegt að svona nokkuð skuli gerast hjá Alþingismönnum.

Á vegum Alþingis er starfandi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hlutverk nefndarinnar er m.a. "Stjórnarskrármál,málefni forserta Íslands,Al.ingis og starfsmanna þess,kosningamál,málæfni stjórnarráðsins í heild önnur mál sem varða æðstu stjórn."

Formaður þessarar ábyrgðamiklu nefndar er Jón Þór Ólafsson Pírati.Ábyrgð nefndarinnar er mikil og ábyrgð foprmannsins eðli málsins samkvæmt mest. Það hlýtur að teljast mjög alvarlegt að formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis skuli láta annað eins klúður og raun ber vitni líðast.

Ef formaður nefnarinnar væri einhver annar en Pírati hefði örugglega heyrst mikill hávaði úr innsta hring Pírata hringborðsins og kallað væri hástöfum um afsögn formannsins.

Nú heyrsist ekkert slíkt.

Það eru nefnilega vinnubrögð Pírata að lög og reglur nái ekki til þeirra sjálfra. Lög og reglur eigi bara við um aðra stjórnmálamenn.


Einhvern veginn öðruvísi

Það hefur verið hálf aumkunarvert að fylgjast með framgöngu strjórnarandstöðunnar á Íslandi síðustu misserum.Vandræðagangurinn algjör. Forystumenn systurflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar sjá það eitt að færa valdhöfunum í Brussel Ísland til stjórnunar með inngöngu í ESB. Það eru fáir aðrir sem tala fyrir því nema kannsi Þorsetinn Pálsson

Meira að segja foringinn sjálfur Gunnar Smári hjá Sósíalistum segir umræðu um inngöngu í ESB ekki vera á dagskrá næstu átta árin.

Megin mottó stjórarandstöðunnar hefur verið að segja: Það átti að gera þetta einhvern veginn öðruvísi.

Stjórnarandstaðan fór mikinn í gagnrýni sinni á kaupum á bóluefni. Nú hefur það komið í ljós að við erum með fremstu þjóðum hvað varðar hátt hlutfall bólusettra.

Það átti að fara í efnahgasmálin einhvern veginn öðruvísi. Flestir viðurkenna að stjórnvöldum hefur tekist mjög vel að styðja við fyrirtæki og heimili landsins. Af þeirri ástæðu er efnahagslífið nú að taka við sér og það er bjartara framundan.

Ætli Samfylkingin hafi viljað fara leiðina sem valin var eftir hrunið 2008 að slá "Skjaldborg" um heimilin. Gjörsamlega misheppnuð aðgerð. Tugþúsundir misstu heimili sín. Skattahækkanir og niðurskurður. Kjósendur refsuðu forystu Samfylkingarinnar rækilega. Kjósendur hafa engan áhuga á að endurvekja forystuhlutverk Samfylkingarinnar.

Það átti að gera þetta einhvern veginn öðruvísi segir stjórnarandsraðan um sölu Íslandsbanka. Sem betur fer tókst salan á hluta Íslandsbanka vel og 24000 nýir hluthafar fengust. Eftir sem áður á ríkið meirihluta bankans. 

Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar hefur skilað góðum árangri. Skoðanakannanir sýna að kjósendur vilja áfram treysta sömu flokkum til að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu.

 


Guðni forseti sendir Pírötum,Samfylkingu og Viðreisn pillu.

Þorsteinn Pálsson,fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi hugmyndasmiður Viðreisnar skrifa venju samkvæmt pistil í Fréttablaðið. Þar dregur hann þá ályktun eftir ávarp Guðna forseta að  forsetinn hafi snuprað Katrínu forsætisráðherra fyrir það að Alþingi ræddi ekki eða afgreiddi tillögur varðandi breytingar á stjórnarskránni.

Merkileg og skrítin ályktun þar sem það var nú einmitt Katrín sem reyndi að leggja fram tillögur sem gætu skapað sátt.

Ég held að Guðni forseti hafi verið að senda Pírötum,Samfylkingu og Viðreins áminningu fyrir þá þvernóðsku sem þessir flokkar sýna varðandi umræðu um breytingar á stjórnarskránni. Þessir flokka vilja ekki hlusta á neinar málamiðlanir.

Nú er það svo að það er nauðsynelgt að ná víðtákri sátt ef það á að gera breytingar á stjórnarskránni og það þarf að gerast í áföngum.

Svo er það auðvitað spurning hversu nauðsynlegt það er yfir höfuð að vera að hrófla mjög mikið við núverandi stjórnarskrá. Hefur hún ekki reynst okkur ágætlega?


Lýðræðislegra væri að hafa prófkjör

Oft tala stjórnmálamenn um hversu gott lýðræðið sé og það þurfi að hlusta á fólkið. Það verði að hlusta á grasrótina í flokknum. Þegar á hólminn er komið fara sumir svo lítið eftir þessu. Þá treysta menn sér ekki til að leita til flokksmanna og láta þá skera úr um hvernig framboðslitarnir verði skipaðir.

Athyglisvert að Miðflokkurinn skipi fimm manna kjörnefnd til að skera úr um hvor eigi að skipa oddvitasæti flokksins í Suðurkjördæmi. Bæði Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason er mjög áberandi þingmenn og hefur málflutningur þeirra oft vakið athygli.

Sá sem lendir í öðru sæti er væntanlega á leiðinni út af Alþimgi.

Í þessu tilfelli hefði það átt að vera eðlilegasti hluti í heimi að efna til prófkjörs meðal stuðningsmanna Miðflokksins í Suðurkjördæmi og láta hinn almenna flokksmann skera úr um það hver ætti að skipa efsta sætið. Nei,það á fámenn klíka að ráða.

Það er til mikillar fyrirmyndar hjá Sjálfstæðisflokknum að viðhafa prófkjör í öllum kjördæmum landsins. Það er lýðræðislegasta leiðin að leyfa grasróttini að velja hverjir skipi efstu sæti framboðslistans.


mbl.is Barist um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað heldur MIðflokkurinn að hann sé?

Merkilegt að fylgjast með umræðum á Alþingi um þessar mundir. Reynt er að ná samkomulagi um hvaða mál skuli fá afgreiðslu þannig að hægt sé að ljúka þingstörfum. Eðlilegt að það sé ágreiningur og að menn verði að slá af sínum ítrustu kröfum.ÞaÐ eru flestir stjórnmálaflokkarnir að gera.

Athyglisvert að sjá að það virðist einkum vera einn stjórnmálaflokkur sem alls ekki vill skilja að vilji meirihluta Alþingis þarf að virða. Miðflokkurinn hótar að beita málþófi fái hann ekki sínum vilja fram. Miðflokkurinn er að mælast með 7-8% fylgi í könnunum. Það getur á engan hátt verið eðlilegt að Miðflokkurinn geti haldið öllu þinginu í gíslingu ef þeir ná ekki sínum vilja fram.Þeir verða að átta sig á að þeir eru aðeins smáflokkur með lítið fylgi.

Framganga Miðflokksins byggist á frekju og yfirgangi. Þeir eins og aðrir verða að sætta sig við vilja meirihlutans.

Kjósendur verða að sýna Miðflokknum að þeir kunni ekki að meta yfirgang Miðflokksins í störfum Alþingis. Svona flokkur á ekkert erindi í ríkisstjórn Íslands.


Slær einhver met Þórhildar Sunnu?

Mjög mikil þátttaka var í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eða um 4600. Sama átti sér einnig stað í Reykjavík þar var þátttaka um 7500. Það er því mjög sterkt umboð sem efstu menn í prófkjörunum fá í baráttunni sem er framundan.

Nú er haið prófkjör i Kraganum,þar sem örugglega verður hart barist um efstu sætin.Vonandi verður mikil þátttaka og úrslitin þannig að efstu menn fái eindreginn stuðning til að leiða baráttuna.

Eflaust velta margir fyrir sér hvort það tekst að slá met Pírataleiðtogans mikla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur.Hún tók þátt í prófkjöri Pírata og leitaði eftir stuðningi. Eins og alþjóð veit telur Þórhildur Sunna það vera sitt aðalhlutverk að finna að og rakka niður það sem aðrir gera. Minna er um jákvæðan málflutning og hvatningu til góðra verka.

Enda er Þórhildur Sunna sú eina af þingmönnum sem brotið hefur siðareglur þingsins.

En hvað um það Þórhildur Sunna sigraði með miklum yfirburðum í prófkjöri Pírata og hlaut 121 atkvæði.Hún telur sig því eflaust hafa mjög sterkt umboð til að leiða listann.

Ég ætla hér að fullyrða að stuðningur við þann sem sigrar í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kraganum verði þó nokkru meiri heldur en það sem, Þórhildur Sunna hlaut.

Það er alveg greinilegt að mikil stemning er nú með Sjálfstæðisflokknum,enda er val á framboðslistana mun lýðræðislegra en hjá öðrum stjórnmálaflokkum landsins.


Léttara að laga lægstu kjörin

Athyglisverðar upplýsingar komu fram í fréttum RUV í dag um stöðu eftirlaunaþega.Þar kemur fram að 26% eftirlaunaþega eru 600 þúsund krónur í mánaðartekjur eða meira og fá því engar greiðalur frá Tryggingastofnun ríkisins.Segir í fréttinni að sífellt fleiri fái allar sínur tekjur frá lífeyrissjóðum en engar greiðslur frá Tryggingastofnun.

Í fréttinni kemur fram að 3% eftirlaunaþega fá aðeins greiðlur frá Tryggingastofnun.Árið 2007 voru ellilífeyrisþegar sem fengu allar sínar greiðslur en eru nú 3%.

Árið 2007 voru þeit sem fengu engar bætur frá TR 13% en eru nú 26% vegna hárra tekna.

Þessar tölur sýna sem betur fer að margir eldri borgarar hafa það mjög gott. Samkvæmt þessum tölum ætti það að vera mun auðveldara fyrir stjórnvöld að laga verulega kjör þeirra sem eru með lægstu launin og þeirra sem ná ekki miðlungslaunum í landinu.

Það gengur ekki að fólk megi aðeins vinna sér inn 100 þúsund krónur á mánuði og eftir það sé beitt fullum skerðingum.

Það gengur ekki að mega einungis hafa 25 þusund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði en efir það byrja skerðingar.

Bæði ég og fleiri hafa bent á að skerðingar byrji allt of ljótt og það þurfi að hækka frítekjumörkin.Það er besta kjarabótin.

Það á að leggja áhersluna á að bæta kjör þeirra verst5 settu. Tölurnar sýna að frá árinu 2007 hefur prósentutla þeirra sem eingöngu fá greiðslur frá TR lækkað og að sama skapi hafa prósentutölur hækkað verulega í hópi þeirra sem ekkert fá frá TR vegna hárra tekna.

Staða ríkisins á því að vera mun betri til að bæta kjör þeirra verst settu.


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband