Tímamótafrétt á morgun?

Það verður spennandi að fylgjast með fréttum á morgun. Taka þau Bjarni og Katrín J. ákvörðun um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður?

Ef af verður væru það merkileg tímamót. Reyndar eru fleiri og fleiri sem sjá það sem góðan kost að þessir tær flokkar hægra megin og vinstra megin við línuna næðu saman.

Það þarf að ná samkomulagi um stóru málin. Rétt sem Bjarni bendir á að mörg mál verða ekkert á dagskrá þetta kjörtímabil. Það dettur t.d. engum í hug að fara að leggja áherslu á olíuleit. 

Það er engin ástæða að kollvarpa stjórnarskránni.

ESB aðild er ekkert á dagskrá þetta kjörtímabil.

Sjálfstæðisflokkur og VG geta hæglega náð samkomulagi um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál.

Flokkarnir eru sammáa um að efla innviðina.

Sjálftæðismenn verða að fara hægar í skattalækkanir en þeir gerðu ráð fyrir og VG að sama skapi að falla frá miklum skattahækkunum.

Svo verður það spennandi að fylgjast með hvaða flokkur fer með í samstarfið.

Horft frá sjónarhóli Samfylkingar væri það örugglega skynsamlegt að taka þátt í þessari stjórn.Það eru meiri möguleikar fyrir Samfylkinguna heldur en vera í stjórnarandstöðu.


Bloggfærslur 30. nóvember 2016

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 828275

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband