Aðeins 4% hælisleitanda frá Sýrlandi

Við sjáum nánast daglega myndir af hörmungarástandinu í Sýrlandi. Þar ríkir virkileg neyð og hrikalegt að shá hvernig farið er með hinn almenna borgara. Það er vissulega ástæða fyrir alþjóðasamfélagið að retta þessu fólki hjálparhönd. Auðvitað eigum við Íslendingar að leggja okkar af mörkum. Við verðum að bjóðast til að taka á móti fólki frá Sýrlandi. En það er undarlegt að sjá að aðeinbs 4% af þeim útlendingum sem leita eftir hæli hér á landi eru frá Sýrlandi. Yfir 60 % þeirra sem sækja eftir hæli hér eru frá Albaníu og Makedóníu.Í þessum löndum er ekkert stríðsástand. Það gengur ekki að við látum þetta fólk dvelja hér mánuðum og jafnvel árum saman á meðan þeirra mál eru til skoðunar. Á meðan verða íslenskir skattborgarar að greiða uppihalds og dvalarkostnað. Það verður að koma því þannig fyrir að fólkið sé sent til baka innan 48 klukkustunda.

Við eigum vissulega að hjálpa þeim sem þurfa að flýja stríðsástand en við getum ekki tekið á móti þúsundum af fólki frá löndum þar sem ekkert stríðsástand er.


mbl.is Fjölgunin vegna framgöngu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2016

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828342

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband