7.5.2020 | 13:57
Hvernig getur fólk stutt Pírata
Það er með miklum ólíkindum að fylgjast með málflutningi og framgöngu Pírata á Alþingi. Nú kleyrir um þverbak í ræðuflutningi halldóru Mogensen. Það er hreinlega eins og Píratar séu ekki í sama landi og við hin. Við erum lent í mesta hruni í hundrað ár á Íslandi. það mun taka okkur mörg ár að komast á rétt ról aftur. Þá láta Píratar eins og ekkert hafi gerst.
Ekki er heldur gæfulegt að fylgjast með málflutningi annarra Pírata á Alþingi. Það sem er nú merkilegt að það skulu vera 10 til 12% kjósenda sem styðja Pírata. Dettur einhverjum virkilega í hug að Píratar væru færir um að stjórna landinu?
![]() |
Hvar hefurðu verið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2020 | 20:56
Eykst fylgi Samfylkingarinnar með nýju merki
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup styðja 61% kjósenda ríkisstjórnarinnar. Þetta hlýtur að teljast verulega gott,þar sem fylgi ríkisstjórnarinnar hefur síðustu mánuðina aukist um 14%.
Samfylkingin virðist taka þessum tíðindum mjög alvarlega og hefur nú ákveðið að flokkurinn fái nýtt merki. Nú er það spurning hvort nýtt logo komi til með að auka fylgið.
kannski ætti Samfylkingin að fara í ákveðna naflaskoðun og athuga hvort það sé ekki eitthvað að málflutningum hjá sér. kannski höfðar forystan og stefnan alls ekki.
Kjósendur sjá og finna að það er hægt að treysta núverandi ríkisstjórn til að takast á við erfiðar efnahagslegar aðstæður.
Kannski er bara málið svo einfalt að kjósendur treysta ekki Loga formanni Samfylkingarinnar og hugmyndasmiði flokksins Ágústi Ólafi.
Það dugar ekki að breyta eingöngu um merki.
3.5.2020 | 18:42
Bara ákvörðun hjá hinum aðilanum
Málfutningur forystumanna Eflingar er með ólíkindum. Þau segja að það sé mjög einfalt að afstýra verkfalli.Lausnin sé að samþykkja allar kröfur Eflingar þá verði ekki verkfall.
Auðvitað getur samninganefnda sveitarfélaganna sagt það sama. Ef þið samþykkið það sem við segjum verður ekkert verkfall.
Ætli báðir aðilar að halda sig við þetta verður ekki samið.
Það gengur hreinlega ekki að ætla að setja skólastarf í uppnám miðað við allt sem á undan er gengið. Það er ekki rétti tíminn fyrir verkföll núna.
Nú berjast stjórnvöld,atvinnurekendur og flestir launþegaforingjar fyrir því að hægt verði sem fyrst að koma atvinnulæífinu í gang. Atvinna er jú grundvöllur fyrir því að heimilin geti lifað sómasamlegu lífi. Verkföll eiga því ekki rétt á sér núna. Báðir samningsaðilar verða að skilja það.
![]() |
Einfalt að afstýra verkfalli Eflingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2020 | 13:14
Samfylkingin boðar ríkisvæðingu fyrirtækja
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að taka snarpa vinstri beygju með Samfylkinguna. Flokkurinn boðar nú ríkisvæðingu einkafyrirtækja. þetta kemur í ljós við umræðu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bjarga fyrirtækjum frá því að fara í gjaldþrot. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa einnig að því að launþegum séu tryggðar greiðslur í uppsagnarfresti.
Logi Einarsson sagði að eigi að hjálpa Icelandair með því að ríkið greiði launþegum í uppsagnafresti eigi ríkið að eignast hlut í Icelandair. Sem sagt ríkisvæðingu. Þessi hugmyndafræði Samfylkingarinnar hlyti þá einnig að ná til annarra fyrirtækja þar sem ríkið greiðir launþegum í uppsagnafresti. Sem sagt ríkisvæðing allra fyrirtækja.
Þetta útspil Samfylkingarinnar er með ólíkindum. Sennileg ástæða er að Logi óttast Sósilistaflokkinn.Óttast að Gunnar Smári Egilsson guðfaðir íslenskra sósíalista taki fylgi frá Samfylkingunni.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bjarga heimilum og fyrirtækjum njóta trausts. Það er ekki lausnin að blanda ríkinu í rekstur stórra og smærri fyrirtækja. Það hefur sýnt sig að ríkisrekstur á fyrirtækjum skilar ekki góðri niðurstöðu.
Samfylkingin er á villigötum með sína öfga sósílasta stefnu, en það er kannski ágætt að kjósendur sjái hennar rétta andlit.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar