Viðreisnar vitleysan

Tver fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir auglýsa nú fundaherferð um landið þar sem þau boða boðskap Viðreisnar um að kollvarpa núverandi sjávarutvegskerfi og kvótanum.Merkilegt þar sem þau eiga nú sinn stóra þátt í að hafa komið núverandi kerfi á og viðhaldið því.En popilistaflokkurinn Viðreisn sér núb tæfæri í atkvæðaveiðum,þar sem sjávarútvegurinn gengur svo vel og sumir hagnast.

Við sem tilheyrum hópi eldri borgara munum þá tíð,þegar síofellt var verið að fella gengið til að rétta af tap útgerðarinnar. Við munum líka þá tíð þegar bæjarútgerðin var upp á sitt besta með tilheyrandi tapi og framlögum frá sveitarfélögum.

Með skynsamlegri stjórn og kvótakerfi hefur tekist að byggja upp sterkan og öflugan sjávarútveg sem skilar góðri afkomu.

Nðýlokið er öfæugri loðnuvertíð sem talið er að skili þjóðarbúinu 55 milljörðum. Í Vestmannaeyjum er talið að smfélagið fá í sinn hlut 12 milljarða. Það er ekki bara útgerðin og fiskvinnslan sem njóta góðs af.Tekjur þeirra vinna við loðnuna aukast mjög. Öll þjónusta nýtur góðs af. Bæjarkassinn fær góðan hlut.

Þessi verðmæti sklapast fyrst og frem,st vegna þess að fyrirtækin ná að blómstra og fjárfesta í öflugri skipun og tæknvæddr fiskvinnslu.

Hér í Garðinum er öflugt útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki,Nesfiskur,sem er burðarás atvinnulífsins. Nesfiskur er fjölskyldufyrirtæki sem skilar góðum rekstri og skiptir öllu. Er eitthvað athugavert við að fyrirtækið skili góðum hagnaði?

Viðreisn vill kollvarpa þessu kerfi,þannig að hætta er á stöðnum og að vulji til aukinna fjárfestinga og framfara hverfi,.

Viðreisn telur það einnig aitt höfuðverkefni að koma Íslandi í ESB. Þap myndi einfaldlega þýða að við myndum misssa yfirráðin yfir stjórn fiskveiða. Viljum við afhenda okkar fiksimið til þjóða ESB.

Eflaust má bæta og lagfæra það kerfi sem við búum við. En það væri skelfilegt að láta Vireisn stjórna för og kollvarpa öllu og afhenda svo ESB fiskimiðin.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.9.2021:

"Í síðustu viku var birt niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir þrýstihópinn Þjóðareign og í könnuninni var fólk spurt hvort það styddi að markaðsgjald væri greitt fyrir afnot af fiskimiðum þjóðarinnar.

Niðurstaðan var sú að 77% aðspurðra voru fylgjandi því og einungis 7,1% voru andvíg slíkri kerfisbreytingu. cool

Afgerandi meirihluti kjósenda allra flokka var fylgjandi breytingunni." cool

Um 80% Íslendinga vilja markaðsgjald fyrir afnot af fiskimiðum þjóðarinnar og afgerandi meirihluti kjósenda allra flokka er fylgjandi breytingunni

21.2.2022:

"Markaðsleið Viðreisnar felst í því að selja á uppboðsmarkaði 4-5% aflaheimilda á hverju ári til 20 eða 25 ára í senn. cool

Hugmyndafræðin er sú að kalla fram eðlilegt verð á tímabundnum veiðirétti með uppboði.

Forsendan er sú að veiðirétturinn sé sameign þjóðarinnar, sem ekki verði framseldur nema til fyrirfram ákveðins tíma." cool

Viðreisn - Þjóðareign eða einkaeign?

Allir
íslenskir ríkisborgarar eiga til að mynda öll fiskimiðin hér við Ísland, allar íslenskar þjóðlendur og Landsvirkjun.

"1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. ... Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." cool

Lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006

Veiðigjald
í íslenskum sjávarútvegi er gjald til íslenska ríkisins fyrir að fá að veiða fisk en ekki skattur. cool

Íslenska ríkið heldur utan um eignir íslensku þjóðarinnar, til að mynda þjóðlendur og Þjóðleikhúsið, og ekki er til ríki án þess að menn búi í ríkinu, frekar en til eru fiskiskip án nokkurra útgerða.

Og fyrir hönd íslensku þjóðarinnar útdeilir sjávarútvegsráðherra aflakvótum ár hvert til íslenskra útgerða.

Íslenskir aflakvótar eru þar af leiðandi réttindi til að veiða ákveðið magn af fiski ár hvert og því eign útgerðanna í þeim skilningi, þannig að kvótarnir, veiðiréttindin, geta gengið kaupum og sölum á milli útgerða, bæði innan hvers fiskveiðiárs og til lengri tíma.

Aflakvótar geta hins vegar aukist eða minnkað frá einu fiskveiðiári til annars í samræmi við ákvörðun sjávarútvegsráðherra fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Alþingishúsið og hús Stjórnarráðsins eru eign íslensku þjóðarinnar og þingmenn eru kosnir af þjóðinni til að sjá meðal annars um eignir hennar.

Íslenska þjóðin á ríkissjóð Íslands og þjóðin greiðir skatta til að greiða til að mynda kostnaðinn við rekstur Alþingis, Stjórnarráðsins, Þjóðleikhússins, Landspítalans, Landhelgisgæslunnar, þjóðvega og hafna. cool

Þjóðin getur einnig haft tekjur af eignum sínum, til dæmis rekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu með virðisaukaskatti af því sem þar er selt og tekjuskatti fólks sem þar starfar. Og tekjurnar fara meðal annars í að greiða kostnað þjóðarinnar við rekstur hússins.

Fjármálaráðherra sér um rekstur ríkissjóðs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, ráðherrar verða að hafa stuðning meirihluta alþingismanna, sem kosnir eru af íslensku þjóðinni, rétt eins og forseti Íslands. Og íslenska þjóðin þarf einnig að greiða kostnaðinn við rekstur forsetaembættisins.

Íslenska þjóðin á einnig til að mynda Landsvirkjun, ráðherra skipar stjórn Landsvirkjunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og stjórn hennar ræður forstjórann. Þjóðin á því til dæmis Kárahnjúkavirkjun. cool

Og íslenska þjóðin á íslenskar þjóðlendur og fiskimið. Íslenskir útgerðarmenn eiga ekki fiskimiðin, sem eru takmörkuð auðlind, og sjávarútvegsráðherra útdeilir aflakvótum til útgerða fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. cool

Útgerðirnar geta hins vegar selt aflakvótana til annarra útgerða.

Útgerðir greiða veiðigjald til íslensku þjóðarinnar fyrir þau fiskveiðiréttindi, aflakvóta, sem sjávarútvegsráðherra úthlutar þeim fyrir hönd þjóðarinnar og veiðigjaldið fer til að mynda í að greiða kostnaðinn við rekstur hafna og Landhelgisgæslunnar.  cool

Þorsteinn Briem, 2.4.2022 kl. 19:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn cool

Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu." cool

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." cool

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins." cool

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. cool

23.11.2010:

"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik." cool

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt." cool

Samþykkt meirihluta Alþingis frá 16. júlí 2009 um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið er enn í fullu gildi, þar sem þingsályktunin hefur ekki verið dregin til baka af Alþingi. cool

"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."

Þingsályktun um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

18.12.2012:


""Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum," segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu."

"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands ... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun." cool

8.4.2013:

"Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga. cool

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

"Gangur í viðræðunum hefur verið góður, 27 kaflar hafa verið opnaðir og 11 lokað og einungis er eftir að hefja viðræður um sex kafla." cool

Varanlegar undanþágur og sérlausnir Evrópusambandsins - Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79

Þorsteinn Briem, 2.4.2022 kl. 20:01

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sigmundur Ernir skrifaði stófurðulega grein í Fréttablaðið í gær

Allur gróðinn í fiskvinnslunni byggist á þrælkunarvinnu farandverkamanna frá fátækum aðildarlöndum ESB

Grímur Kjartansson, 3.4.2022 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband