Már Seðlabankastjóri eyðileggur nýgerða kjarasamninga

Bæði fulltrúar atvinnurekenda og launþega hafa lýst því yfir að nýgerðir kjarasamningar myndu ekki kollvarpa öllu í efnahagslífinu.Atvinnurekendur gætu tekið launahækkanir á sig enda væri samið til langs tíma. Menn fagna því að á samningstímanum verði 300 þús.króna lágmarslaun tryggð. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa einnig sagt að kjarasamningarnir eigi ekki að leiða til kollsteypu.

Blekið er varla þornað á samningunum þegar Már Guðmundsson stígur fram og tilkynnir vaxtahækkun hjá Seðlabankanum.Ekki nóg með það, hann bætir við,þið skuluð svo fá enn meiri hækkun í ágúst og áfram.

Vaxtahækkun bitnar illa á fólki sem skuldar. Vaxtahækknair hljóta að bitna illa á fyrirtækjum og verslunum. Afleiðingaernar verða að skella því í verðlagið. Allt mun hækka. Verðbólgan fer af stað. Lánin hækka þá aftur o.s.frv. Launahækkanirnar farnar og þeir lægst launuðu far5a verst út úr þessu.

Má Guðmundssyni og hans félögum í Seðlabankanum hefur sem sagt tekist á skömmum tíma að eyðileggja nýgerða kjarasamninga. Það verður ekki langt að bíða eftir því að allt fari upp í loft á vinnumarkaðnum.


Bloggfærslur 12. júní 2015

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 829015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband