Hroki og hræsni Þórunnar

Það er móðgun við BHM að bjóða okkar fólki sömu launahækkanir og samið var um á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þvílíkur hroki. Hvers vegna eiga þessir hópar að fá mun meira en aðrir? Nú hefur verið ákveðið að fólk með millitekjur fái mestu skattalækkunina.Eru ekki einmitt félagsmenn BHM innan þess hóps.Metur BHM það einskis.

Það á að svelta okkur til hlýðni segir Þórunn.Furðulegt að hámenntuð kona skuli láta svona fara frá sér.Sem betur fer teljast BHM aðilar ekki til þess hóps að vera undir fátæktarmörkum. Auðvitað á menntað fólk að fá ágætis laun. En er það ekki svo í dag.

Það eru til hópar í þjóðfélaginu sem hafa það ansi slæmt.Ég hef ekki orðið var við að Þórunn eða hennar fólk sé sérstaklega að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara sem margir hverjir hafa ekki nema 170-180 þúsund á mánuði. Þetta er samt fólkið sem byggði upp þjóðfe´lagið okkqar til þess að Þórunn og aðrir í BHM gætu mennað sig og fengið góð störf.

Þórunn hamast nú gegn lagasetningu og telur það forkastanlegt að ráðast þannig að samningsréttindum launafólks. Það stóð ekkert í Þórunni fyrir fimm árum þegar hún sat á Alþingi að samþykkja lög á flugvirkja. Það var hennar mat að verkfalliuð skaðaði þjóðarhagsmuni og því þyrfti að setja lög. Nú segir Þórunn að allt önnur lögmál gildi. Þvílík hræsni.

 


mbl.is Studdi lagasetningu fyrir 5 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2015

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 829015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband