Hagur allra að semja

Eru hjúkrunarfræðingar og BHM fólk bættara með að setja verðbólguna á fulla ferð? Er það hagur þjóðarinnar að semja um 40-50% kauphækkun á einu bretti? Vilja þessir hópar ekkert gefa fyrir stöðugleikann? Hvers vegna eiga þessir starfshópar að fá mun meiri kauphækkanir en aðrir hópar í þjóðfélaginu?

Það er oft talað um forgangsröð. Vissulega eiga heilbrigðisstéttir að njóta góðra kjara. Vissulega þarf að jafna launamun kynjanna. En það vandamál er ekki hægt að leysa á einu bretti. þetta er áratuga vandamál.Jóhanna Sigurðardóttir ætlaði sem forsætisráðherra að jafna launamun kynjanna. Gerðist það á hennar vakt? Svarið er stórt nei.

Þegar talað er um forgangsröð,hvað má þá hópur eftirlaunaþega segja sem verður að sætta sig við að hafa til ráðstöfunar 170 þúsund krónur á mánuði. Það heyrist ekki mikið í forystumönnum stéttarfélaga að leiðrétta verði þetta óréttlæti. Það heyrist ekki heldur mikið í stjórnmálamönnum að þessi mál verði sett í forgang.

Það eru nokkrir dagar til stefnu að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og BHM. Fyrir liggur frá fjármálaráðherra að búið er að bjóða 20% launahækkun.Það hlýtur að vera hægt að nálgast lausn út frá þeirri tölu. Það er krafa almennings að hægt verði að ná samningum án þess að raska stöðugleikanum.


mbl.is Boðið 20% launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2015

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 829015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband