Bjarni flottur fjármálaráðherra

Það hefur sýnt sig að árin sem Bjarni Benediktsson hefur gegnt starfi fjármálaráðherra hefur stjórn efnahagsmála verið til mikillar fyrirmyndar.

Ríkissjóður er hættur að safna skuldum en í staðinn hefur náðst að greiða niður skuldir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir um 30 milljarða afgangi á rekstri ríkissjóðs.

Þetta tekst þrátt fyrir að skattar og tollar hafi verið lækkaðir.

Um áramótin á að stíga enn eitt skrefið í lækkun skatta. Neðsta þrepið á að lækka sem mun koma þeim tekjulægstu til góða. Fella á niður milliþrepið sem kemur millitekjufólki til góða.

En nú eru blikur á lofti ef við sitjum uppi með Vinstri Pírata ríkisstjórn. Eitt aðalmál þessara flokka er að auka álögur á einstaklinga og fyrirtæki.Hættan er að Vinstri Pírata stjórn muni fara með allt á hliðina eins og dæmin sanna um stjórn þeirra á Reykjavíkurborg.

Vonandi sitja landsmenn ekki uppi með slíka stjórn.

Það hefur sýnt sig að undir stjórn Bjarna og Sjálfstæðisflokksins erum við á réttri leið. Fáránlegt ef nú skal taka U beygju til Vinstri skattpíningarstefnu.

 


mbl.is Endurreisn Íslands vel á veg komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2016

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 829267

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband