Með Sjálfstæðisflokkinn á heilanum

Flestir eru ánægðir með hvernig Áslaug Arna dómsmálaráðherra brást við varðandi á brottflutningi pakistanskrar fjölskyldu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður og formaður Viðreisnar sagðist hrósa dómsmálaráðherra fyrir skrefið. Eins og í öllum málum sem Þorgerður Katrín ræðir réðst hún á sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokkinn. Sagðist óttast að Áslaug Arna væri eyland.því vondu Sjálfstæðismennirnir væru á allt annarri skoðun.

Áslaug Arna minnti á að fyrrverandi innanríkisráðherra Sjálfstæðiskonurnar Hanna Birna og Ólöf Nordal hefðu tekið á þessum málum og sýnt þeim skilning.Auðvitað eru einhver þröngur hópur innan Skálfstæðisflokksins sem vill mun harðari stefnu gagnvart innflytjendum,reyndar held ég þeir séu flestir komnir í Miðflokkinn.

Þorgerður Katrín er drjúg við að gagnrýna öll mál sem koma frá Sjálfstæðisflokknum. Það er eins og hún gleymi að hún var ráðherra á sínum tíma fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hún var einnig ráðherra fyrir Viðreisn.

Hún hefur því haft ansi mörg tækifæri til að geta haft áhrif í hinum ýmsu málaflokkum,sem hún gagnrýnir nú hvað harðast.


mbl.is Óttast að ráðherra sé eyland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 828296

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband