Standa sig frábærlega vel

Þremenningarnir sem mynda framvarðasveitina í baráttunni gegn Covid 19 veirunni,Víðir,Þórólfur og Alma standa sig frábærlega vel.Þau taka þetta föstum tökum og útsýra daglega fyrir okkur hvað ner verið að gera og hvers vegna. Það er engin panik eða ákvarðanir teknar út í loftið. Það er flott að hafa svona fólk í forystunni.

Ríkisstjórnin hefur einnig tekið mjög vel á vandanum. Auðvitað er aðalatriðið nú að halda atvinnulífinu eins vel gangandi og hægt þannig að þau verði í stakk búin til að hefja framfarasókln þegar veiran hefur gengið sitt skeið.

Ég held að mikill meirihluti þjóðarinnar sé ánægður með það hvernig tekið er á málum.

Það er slæmt að sumir stjórnmálamenn sjá allt neikvætt og reyna að slá sig til riddara með því að þykjast vita betur heldur en okkar helstu sérfræðingar. 

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er þar fremst í flokki. Þykist hafa vit á hvernig á að gera þetta allt,gagnrýnir allt og alla. Skelfilegt að svona þenkjandi kona skuli sitja á Alþingi og vera formaður stjórnmálaflokks.

Populista foringinn í Miðflokknum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir ríkisstjórnina fela sig bak við sérfræðingana og taka kolrangar ákvarðanir. Sigmundur Davíð veit eflaust margt en að hann sé sérfræðingur hvernig taka á vndamálum, Covid 19 veirunni er með öllu fáránlegt að hann hafi vit umfram okkar færustu vísindamenn. Íslendingar verða að hafna svona stjórnmálamönnum.

Enn furðulegra er að fyrrverandi þingmaður sem margir höfðu trú á Frosti Sigurjónsson skuli vera með stórar yfirlýsingar um að sóttvarnalæknir sé ekki að gera hlutina rétt. Hvaða sérfræðimenntun hefur Frosti á sviði sjúkdóma eins og fylgja Kórónuveirunni. Það er ömurlegt þegar svona menn koma fram og þykjast vita betur en okkar helstu sérfræðingar.

Sem betur fer stendur þjóðin saman,ákveðin að komast í gegnum þetta tímabil og fara eftir ráðum okkar helstu sérfræðinga.


Bloggfærslur 15. mars 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband