Furðulegar yfirlýsingar formanna stjórnarandstöðuflokka

Það er sjaldgæft að stjórn og stjórnarandstaða séu sammála um þær tillögur sem afgreiddar eru. Þetta er staðreyndin hvað Velferðarnefnd Alþingis varðar. Nefndin samþykkti einróma frá sér tillögur til að mhjálpa fyrirtækjum og launþegum til að komast í gegnum skaflinn sem við glímum nú við.Upphaflegu tillögurnar sem lagðar voru fram hafa tekið miklum breytingum sem sínir að nefndarmenn hvort sem þeir styðja ríkisstjórn eða eru í stjórnarandstöðu hafa haft áhrif.

Miðað við þetta ánægjulega samstarf koma yfirlýsingar formanna stjórnarandstöðuflokka í Fréttablaðinu á ávart. Þar segja Logi Einarsson form.Samfylkingar,Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar,Sigmundur Davíð formaður Miðflokks og Inga Sæland formaður Flokks fólksins að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðunnar um samráð varðandi aðgerðir.

Þetta er ekki í samræmi við þá staðreynd,sem fram kemur í vinnu og tillögum Velferðarnefndar. Það er rétt að vekja athygli á því að Helga Vala,þingmaður Samfylkingar er formaður Velferðarnefndar og stýrði því vinnunni.

Hefði nú ekki verið nær fyrir Loga formann Samfylkingar að hrósa Velferðarnefndinni fyrir að ná samstöðu.

Hefði nú ekki verið nær fyrir Loga að hrósa Helgu Völu formanni fyrir góð vinnubrögð,sem tryggði aðkomu bæði stjórnar og stjórnarandstöðu að góðri lausn.

Eru formenn stjórnarandstöðunnar ekki í neinum tengslum við sína þingmenn?

En að lokum,hrós til Velferðarnefndar að vinna saman að lausn og leggja pólitísku deilumálin til hliðar á meðan við komumst í geggnum skaflinn.


Bloggfærslur 20. mars 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband