Allir í stjórnarandstöðunni halarófu á eftir Sigmundi Davíð

Merkilegir hlutir gerðust á Alþingi á dögunum. Stjórnarandstaðan flutti sameiginlega tillögur undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Þetta sýnir að Samfylkingin,Viðreisn,Píratar og Flokkur fólksins hafa nú ákveðið að fylkja sér bakvið populista foringjann í Miðflokknum.

Miðflokkurinn og fylgiflokkar hans stunda nú yfirboð á erfiðum tímum. Ríkisstjórnin lagði fram ítarlegar tillögur í þeirri viðleitni að halda hjólunum í þjóðfélaginui gangandi. Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja að vel megi vera að það þurfi að endurskoða áætlunina og það verði gert ef ástæða þykir til.Það var ekki nóg fyrir populistana það varð að koma yfirboð.

Það er vissulega merkilegt að Samfylkingin,Píratar ,Viðreisn og Flokkur fólksins flykki sér nú á bakvið Sigmund Davíð og treysti Miðflokknum fyrir forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni.

Nýjustu skoðanakannanirt sýna að kjósendur kunna ekki að meta lýðskrum Miðflokksins.


Bloggfærslur 31. mars 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828345

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband