Aðalatriðið að námsfólk fái vinnu

Enn einu sinni vekur skoðun og afstaða Pírata undrun. Það virðist vera aðalatriðið hjá Þórhildi Sunnu að koma sem flestum námsmönnum á atvinnuleysisbætur.Þessi hugsunarháttur er með ólíkindum. Félagsmálaráðherra,Ásmundur Einar Daðason,hefur réttilega bent á að atvinnuleysisbætur eigi að vera neyðarúrræði. Aðalatrið er að skapa störf sem ungt námsfólk getur sótt í. Það er mun nær heldur en skella öllum á atvinnuleysisbætur.

Við komumst ekki útúr kreppunni sem nú gengur yfir ef hugsunarhátturinn er sá að best sé að allir eða flestir séu á bótum og þær bara hækkaðar eins og krafa Pírata stendur til. Til að komast úr kreppunni þarf atvinnulífið að fara í gang,þannig skapast verðmæti til að standa undir heilbrigðis-og velferðarkerfinu.

Það er eins og Píratar haldi að það sé nóg að prenta peninga og láta alla á bætur,það þurfi ekki nein verðmæti að skapa.

Enn og aftur. Ótrúlegt að 11-12 % kjósenda treysti þessu fólki að stjórna landinu.


mbl.is Unga fólkið enn og aftur skilið eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband