Vinstri menn komu framsali kvótans á

Enn og aftur skapast mikil umræða um kvótann og þau verðmæti sem hann skapar mörgum. Nýjasta umræðan er um hvernig Samherjamenn afhenda börnum sínum verðmætin,sem fyrst og fremst er gífurlega mikil eign á kvóta.

Margir vilja kenna Sjálfstæðismönnum um hvernig margir útgerðarmenn hafa hagnast mikið gegnum tíðina á kvótanum.

Þessu fólki væri hollt að rifja upp söguna. Hverjir komu framsali kvótans á? Þann 5.maí 1990 voru lög samþykkt á Alþingi sem heimiluðu framsal kvótans. Í ríkisstjórn sátu þá Framsóknarflokkurinn,Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið.Þessi aðgerð frá 1990 hefur skapað þann möguleika að mþeir stóru hafa getað safnað að sér gríðarlegu magni af kvóti,sem samkvæmt þessu kerfi skapar þeim milljarða í hagnað.

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti framsali árið 1990.

Það er því mjög skrítið að heyra nú þingmenn Samfylkingar og VG gagnrýna kvótakerfið og þá sérstaklega framsalið.

Ég held að það sé rétt sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir,að útgerðir ættu ekki að fá lengri afnot af kvótanum heldur en í 25-30 ár. Auðvitað verður að undirstrika að útgerðir hafa aðeins veiðihemildir en eiga ekki kvótann eða fiskinn í sjónum.


Bloggfærslur 19. maí 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband