Rýtingur í samstöðu

Græðgin á sér líti takmörk.Það sannast nú á þessum erfiðu tímum í íslensku þjóðfélagi. Nokkur stór og sterk fyrirtæki ákváðu að notfæra sér hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar og ná sér í fjármuni úr ríkissjóði. Þetta gera fyrirtækin á sama tíma og þau eiga digra sjóði og greiða eigendum sínum arð. Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni að þessi fyrirtæki reka rýting í þá samstöðu sem ríkt hefur í landinu.

Í viðtali nú á dögunum segir einn af forstjórum eins af stærstu fyrirtækjarisans þegar hann var spurður gagnrýnum spurningum hvers vegna þau væru að sækja peninga úr ríkissjóði. Jú,ástæðan var að ein verslun þurfti að loka á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækjasamstæðan skilar samt hagnaði upp á 7 milljarða oggreiðir hluthöfum arð. Forstjórinn viðurkenndi að til væru digrir sjóðir. Hvers konar siðferði er þetta þá, að sækja peninga úr ríkissjóði.

Þetta er rýtingur í bakið á launþegum,sem hafa skapað hagnað þessara fyrirtækja. Þarf nokkur að vera undrandi á að láglaunafólk  hneykslist og telji það réttmætar kröfur að fá hærri laun.

Nú reynir á ríkisstjórnina að sjá til þess að fyrirtæki sem hafa misnotað aðstoðarpakka ríkissjóðs verði látin borga til baka þá fjármuni,sem þau þurftu sannarlega ekki á að halda frá ríkissjóði.

Skeljungur hefur endurskoðað sína ákvörðun og greitt til baka. Það hlýtur að vera krafa allra að önnur fyrirtæki sem eru að misnota aðstöðina endurgreiði einnig.

 


Bloggfærslur 8. maí 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband