Verður það vinstri stjórn næst

Nú styttist óðum í næstu Alþingiskosningar. það er því eðlilegt að menn velti vöngum hvernig þær kosningar muni fara og hvers konar ríkisstjórn við fáum í kjölfarið. Gæti kjósendur ekki að sér eru miklar líkur á að við fáum einhvers konar vinstri stjórn. Til að það gerist ekki þarf Sjálfstæðisflokkurinn að eflast mikið frá þeirri stöðu sem uppi er í dag. Margt bendir nefnilega til þess að Framsóknarmenn nái ekki að halda sínu fylgi og verði Sjálfstæðisflokkurinn ekki nógu stór er núverandi ríkisstjórn fallin í næstu kosningum

Gerist það eru miklar líkur á að Logi Einarsson Samfylkingu veði næsti forsætisráðherra og með honum í stjórn,Helga Vala og Ágúst Ólafur. Píratarnir Þórhildur Sunna,Björn Leví,Jón Þór Ólafsson og Halldóra Mogensen. Frá Flokki fólksins Inga Sæland.Ráðherra utan þings verður væntanlega Þorvaldur Gylfason. Sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar verður Sósíallistinn Gunnar Smári Egilsson.

Vinstri græn og Viðreisn munu verja þessa ríkisstjórn falli til að koma í veg fyrir setu Sjálfstæðisflokksins í næstu ríkisstjórn.

Lítist fólki ekki á þetta verður Sjálfstæðisflokkurinn að eflast mikið.


Bloggfærslur 14. júní 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband