Þórhildur Sunna segir af sér formennsku,gleðileg frétt,en tekur nokkuð betra við.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata tók þá ánægjulegu ákvörðun að segja af sér formennsku Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar.Auðvitað hefði þessi þingmaður aldrei átt að verða formaður þessarar nefndar. Þessi þingmaður braut sjálf siðareglur Alþingis og hefði því aldrei átt að skipa formennsku í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.

Ástæða afsagnar er reyndar lýsandi dæmi um hegðun og hugsunarhátt Pírata. Þórhildur Sunna telur sig hafa orðið fyrir persónulegum árásum og hún hafi verið dregin niður í svaðið.

Þetta er sami þingmaður og hefur haft uppi ansi stórar yfirlýsingar um samstarfsmenn sína á þingi.Hvað er t.d. hægt að segja um árásir hennar á Ásmund Friðriksson. Hafi nokkur þingmaður orðið fyrir alvarlegur einelti er það umræddur Ásmundur. Píratar hafa gjörsamlega farið langt,langt yfir strikið í árásum sínum á hann og fleiri þingmenn.

Margir velta því örugglega fyrir sér hver tilgangur Pírata er eiginlega á Alþingi. Þeirra aðalmál virðist vera að ráðast á þingmenn annarra flokka með pólitísku ofstæki. Dettur einhverjum í hug að vinnubrögð Þórhildar Sunnu sem formaður Stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar eigi á nokkurn hátt samleið með hlutlausri skoðun og athugun á málum.

það er því fagnaðarefni að hún skuli láta af formennsku. Aftur á móti er það spurning hvort nokkuð betra tekur við, en Jón Þór Ólafsson,Pírati,tekur við formennsku í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.

Og enn einu sinnu,hvernig mán það vera að 12-14% af kjósendum skuli treysta Pírötum til að fara með stjórn landsins.

 

 

 


Bloggfærslur 15. júní 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband