Enn utan ESB

Gleðilegan þjóðhátíðardag.Þótt hátíðarhöld þjóðhátiðardagsins 17.júní séu nú með öðru sniði en áður er samt vissulega ástæða til að fagna. Við getum enn fagnað því að vera sjálfstæð þjóð og geta ráðið okkar málum sjálf.

Enn eru þeir stjórnmálamenn til á Íslandi sem telja málum okkar betur farið með því að ganga í ESB og afhenda hluta af fullvceldisréttindum til ráðamanna ESB í Brussel.

Þrátt fyrir hörmungar ástand innan ESB tala forystumenn stjórnmálaflokka enn þannig að lausn allra vandamála okkar Íslendinga sé að ganga til liðs við þessar þjóðir og afhenda þeim auðlindir okkar til yfirráða ásamt því að taka upp Evru í framtíðinni.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tala enn þannig að eitt af helsu forgansmálum okkar sé að ganga í ESB.

Á næsta ári verða Alþingiskosningar.Kjósendur þurfa að standa vörð um sjálfstæði okkar Íslendinga og sjá til þess að Saµfylkingin og Viðreisn komist ekki til valda.

Það er gott að hafa það í huga nú á þjóðhátíðardegin okkar.


Bloggfærslur 17. júní 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband