Framsókn nálgast hættumörk Miðflokkurinn tapar miklu fylgi

Ný skoðanakönnun MMR er um margt athyglisverð. Sérstaka athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nálgast hættumörk. Fær nú aðeins 6,1% og er þannig aðeins rúmu prósentustigi yfir að detta út af þingi.

Nú er það svo í stjórnarsamstarfinu að Sjálfstæðisflokkurinn er frekar að bæta sína stöðu og VG siglir nokkuð lygnan sjó.

Spurning hvað veldur að Framsókn tapar fylgi. Nú er Sigurður Ingi formaður samgönguráðherra og það er boðað mikið átak í vegaframkvæmdum. Getur verið að Bjarni og Katrín séu meira í sviðsljósinu og að kjósendum finnist þau standa sig vel í forystunni að koma Íslandi uppúr öldudalnum. Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sýnt í störfum sínum að undanförnu hversu sterkur leiðtogi hann er.

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins virðist ekki virka eins vel á kjósendur um þessar mundir.Staða hans getur orðið snúin á næsta flokksþingi hjá Framsókn til að gegna áfram forystu.

Það vekur einnig athygli að hrun er í fylgi Miðflokksins fer úr 12,5% í 8%.

Populista tilhneyging Miðflokksins fær ekki fylgi.


Bloggfærslur 24. júní 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband