Undarlegar hótanir hjá embættismanni í ríkisstjórn. Er þetta sáttatónninn?

Eins og fram hefur komið finnst fólki komið nóg af slagsmálunum kringum Icesave. Margir óska þess heitt að stjórnmálamenn geti slíðra sverðin og náð samstöðu og í framhaldinu að reynt yrði að ná skynsamlegri samningum við Breta og Hollendinga. Auðvitað er það ekki víst að sá möguleiki sé til staðar,þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan verði að fara fram til að fá niðurstöðu hvort kjósendur samþykki eða hafi lögunum.

Hvers vegna koma þá ráðherrar eins og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, og halda því fram að fyrirhugaðar kosningar snúist um hvort ríkisstjórnin eigi að sitja áfram eða ekki. Það er alveg fáránlegt að blanda þessu saman. Það eina sem er verið að kjósa um er afstaðan til Icesave. Það er mikið rétt sem þingmaðurinn og fyrrverandi viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson sagði um þetta mál í fréttum kvöldsins. Þessar kosningar snúast um Icesave og ekkert annð.

Hvers vegna er Gylfi sem er lausráðinn embættismaður í ríkisstjórninni með svona yfirlýsingar. Að sjálfsögðu getur hann hvenær sem er hætt sem ráðherra ef honum sýnist svo.

Við þurfum ekki á því að halda nú að láta kosningarnar snúast um ríkisstjórnina eða forsetann. Við erum að fara inná nýja braut með þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál.Stjórnmálamenn mega ekki skemma þálýðræðislegu leið fyrir almenningi í landinu. Það er alls ekkert óeðlilegt við það að kjósendur fái að segja sína skoðun á einstökum málum. Það kemur svo að því að ríkisstjórnin fer frá og þá kjósum við að nýju til Alþingis.


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Ég skil Gylfa mætavel. Eða hvernig finndist þér, Sigurður, ef þér væri falið mjög arfitt verk í vinnunni sem þú sætir yfir nótt og dag mánuðum saman. Svo segði forstjórinn, "heyrðu, við ætlum að halda starfsmannafund og láta alla kjósa um hvort þetta sé ásættanleg lausn, eða hvort fólkið heldur að hægt sé að gera betur".

Einar Karl, 8.1.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband