Ábyrg afstaða Sjálfstæðisflokksins.

Glæsilegur fundur var haldinn í Valhöll í morgun með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Björn fór mjög ítarlega yfirIcesave málið.

Það ber að fagna því hversu ábyrga afstöðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt í þessu máli. Flokkurinn hefur ávallt verið reiðubúinn að vinna lausn málsins á breiðum grundvelli. Því miður hefur Vinstri stjórn ekki sýnt neinn vilja til að flokkarnir standi saman að lausn málsins.

Auðvitað væri það mjög æskilegt að nú myndi eiga sér stað breið samstaða meðal allra flokka að við kæmum fram sem ein heild gagnvart Bretum og Hollendingum og gerðum þeim grein fyrir að við óskuðum eftir nýjum samningaviðræðum á allt öðrum grunni en hingað til hefur verið.

Því miður reyna margir að gera lítið úr þessari ábyrgu afstöðu flokksins og tala um að Sjálfstæðismenn leggist gegn þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er ekki rétt. Sjálfstæðisflokkurinn leggst ekki gegn þjóðaratkvæðagreiðslu. Þvert á móti,enda samþykkti flokkurinn það á Alþingi.

Mín skoðun er sú að það verði að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem vilji þjóðarinnar komi í ljós.Það er nauðsynlegt að þjóðin sýni Bretum og Hollendingum að við samþykkjum ekki nauðasamninga þeirra.


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Algjörlega óábyrg afstaða Bjarna Benidiktsonar,enda er hann ekki með neinar tillögur til lausnar deilunnar.

Það var bara áformin um að koma ríkisstjórninni fra fyrir  1.berbrúar til að geta stöðvað birtingu á rannsóknar skyrslunni. Það er að renna út í sandinn þ´vi er gripið til þessarra ráða.

Árni Björn Guðjónsson, 9.1.2010 kl. 14:04

2 identicon

Afhverju samdi þá Árni Matt við Breta um IceSave-kjör á 7% vöxtum, 3 ára greiðsluhlé og að lánagreiðslum yrði lokið á 10 árum !

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 15:10

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er Sjálfstæðisflokkurinn að sýna ábyrgð með því að nota eignir lífeyrissjóðanna til að borga Icesave sem stafa af þeirra eigin klúðri? Það finnst mér ekki.

Þessir þokkapiltar í Sjálfstæðisflokknum vilja komast sem billegast frá þessu Icesave hneyksli.

Þvílíkir snillingar!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.1.2010 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband