9.1.2010 | 17:18
Aðalhræðsluáróður Össurar og Samfylkingarinnar úr sögunni. Það eina sem þau spurðu vegna Icesave. Fáum við ekki að tala við ESB ef við segjum nei.
Jæja, þá hrundi enn einn hræðsluáróðurinn hjá Samfylkingunni. Það lítur út fyrir að nánast það eina sem Össur og Jóhanna hafi spurt erlenda kollega um var hvort þeir ætluðu nokkuð að verða illir og neita okkur um ESB viðræður þótt við vildum ekki nauðungarsamning.
Í þeirra augum var það aðalmálið. Það hefði verið skelfilegt að fá ekki að vera mem í ESB. Skítt með þótt samið væri um vondan samning fyrir Ísland. Það má nú ýmsu fórna til að fá að tala við fína fólkið í ESB.
Það eina sem Samfylkingarfólk segir af viðræðum sínum við erlenda kollega er að þeir ætli ekki að blanda Icesave og ESB saman. Þetta svar virðist kæta Samfylkingarfólk mjög.
Það góða við þetta ætti þá að vera að hugsanlega fer þá Samfylkingin að skoða Icesave nauðungarsamninginn í öðru ljósi. Vel má bera að nú verði þau reiðubúin að ræða samninginn út frá hagsmunum okkar Íslendinga en ekki einungis Breta og Hollendinga.
Vel má vera að þau sjái nú er að aðalatrið er að við Íslendingar stöndum saman og látum ekki vinga okkur til að taka á okkur mun meiri skuldbindingar en okkur ber.
ESB er svo seinni tíma mál sem hægt er að takast á um.
Nú hljóta Samfykingarmenn að geta andað rólega og barist með öðrum á Íslandi fyrir okkar hagsmunum.
Stöndum saman og fellum samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Eftir því sem Nei atkvæðin verða fleiri sýnir það betur samstöðu okkar.
ESB og Icesave aðskilin mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta sýnir bara að þau lugu varðandi þetta eins og allt annað. Ég hef þó lúmskan grun um að þau hafi tekið einhver loforð af mönnu um flýtieðferð ef þau sviku þjóð sína. Það er aftur annað mál, sem þarf að skoða. Þetta snýst jú allt um ESB hjá þeim og hefur alltaf gert. Þessi umsókn er mesta klúður Íslenskrar stjórnmálasögu og er samkeppnin nóg þar um. Miklu verra en öryggisráðsumsóknin þeirra mitt í öllu hruninu.
Megi þessir lygamerðir aldrei þrífast hér eftir.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2010 kl. 18:46
Sammála. Fella samninginn.
En er það trúverðugur Ráðherra sem fer eingöngu út með þessa spurningu?
Hvenær ætlar þessi auma Ríkisstjórn að stimpla sig inn í vinnuna og fá hrein svör við því hjá ESB hvar Ísland stendur gagnvart EVRÓPULÖGGJÖFINNI um innistæðutryggingakerfið. Samkvæmt Evu Joly og fleirum á hún ekki við um kerfishrun eins og varð hér.
Þetta er spurning sem Geir og Solla hefðu átt að fá endanlegt svar við á fyrsta hrundegi. Og að sjálfsögðu þessi Ríkisstjórn þegar hún tók við.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.