Jóhanna og Steingrímur J. Gangið í okkar lið.

Nauðsynlegast af öllu fyrir framtíðarhagsmuni Íslands er að Jóhanna formaður Samfylkingar og Steingrímur J. láti nú af þvermóðsku sinni og hætti að túlka málstað Breta og Hollendinga. Hlustið á þjóðina, sem vill að við slíðrum sverðin og myndum þverpólitíksa samstöðu til baráttu fyrir hagsmunum okkar Íslendinga.

Þessi þvermóðska þeirra Jóhönnu og Steingríms J.gengur ekki. Það hafa verið gerð mörg og mikil mistök frá upphafi Icesave málsins. Það eiga margir sök á því hvernig komið er, en nú er ekki tíminn til að gera þau mál upp.

Allir stjórnmálaflokkar verða nú að slíðra sverðin og setjast niður og koma fram sem ein heild gagnvart Bretum og Hollendingu. Með því móti munum við ná munum við ná árangri. Okkar málstaður er að fá meiri og meiri skilning. Almenningur og ýmsir fræðimenn og ráðamenn í Evrópu er að sjá það betur og betur að Bretar og Hollendingar geta ekki komið svona fram við litla þjóð eins og Ísland.

Það er risin upp alda á Íslandi sem krefst þess að stjórnmálamennirnir nái samstöðu um að berjast fyrir réttlátri lausn Icesaves málsins, þar sem við stöndum fast á okkar rétti.

Steingrímur J. og Jóhanna. Gangið í lið með íslensku þjóðinni.


mbl.is Ekki sérmál Íslands heldur allrar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég held reyndar að Neigrímur sé genginn í okkar lið, en efast því miður um að Jáhanna gangi í okkar lið.

Offari, 10.1.2010 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband