Hvers vegna ættu Bretar og Hollendingar að vilja nýjan samning þegar Steingrímur J.segir að við verðum að samþykkja lögin.

Ég var að fylgjast með Steingrími J. á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi. Hann dró þar upp dökka mynd af því hvað gerast myndi á Íslandi ef þjóðin felldi Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Bæði Steingrímur J. og Jóhanna hamra á þessu og draga upp að skelfilegt ástand geti skapast hér á landi ef við samþykkjum ekki það sem Bretar og Hollemdingar segja okkur að gera.

Á sama tíma er einhver sýndarmennska í gangi frá sama Steingrími J. og Jóhönnu að semja við stjórnarandstöðuna og leita leiða til að fá Breta og Hollendinga til að setjast að samningaborði og fá nýjan sanngjarnari samning fyrir okkur Íslendinga.

Hvað halda menn að Bretar og Hollendingar geri. Þeir vita um afstöðu Steingríms J. og Jóhönnu. Hvers vegna í óskupunum ættu þeir að vilja setjast að nýju að samningaborði vitandi að Steingrímur J. leggur höfuðáherslu á að þjóðin samþykki nauðungarsamnimnginn.


mbl.is Skipa tvær nefndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega - það hefur líka komið fram að íslenska ríkisstjórnin hefur EKKI óskað eftir að ræða aftur við Hollendinga t.a.m. Hvernig geta skötuhjúin þá sagt að það sé engin leið að fá samningnum breytt? Það ætti kannski að athuga það áður en ákveðið er fyrirfram að allt slíkt sé til ónýtis.

Eva Sól (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 17:29

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Hversvegna ættu Hollendingar og Bretar að vilja nýjan samning þegar til er gildur samningur, sem Alþingi Íslendinga hefur samþykkt?

Steingrímur segir að við verðum að samþykkja samninginn vegna þess að hann er málamiðlun milli Icesave1 og Icesave2.  Og Hollendingar og Bretar segja að við verðum að standa við samninginn.  Icesave hverfur ekki þó þú viljir stinga höfðinu í sandinn!

Auðun Gíslason, 20.1.2010 kl. 18:57

3 identicon

Sæll Sigurður

Steingrímur J og Jóhanna eru ekki með réttu ráði að vera með þennan bölmót til þjóðarinnar vitandi það að ekkert skeður.  Það mun aldrei ske að lokað verði á landið eins og látið er í veðri vaka.

Úrsögn úr Norðurlandaráði kæmi vel til greina afturköllun á ESB umsókninni og til vara úrsögn úr Nato en það kæmi fram á skjálftamælum Veðurstofunnar.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 20:21

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sammála síðustu athugasemd. Ekki laust við að brosviprur fari um mig við tilhugsunina um viðbrögð við því ef við tilkynntum úrsögn úr Nató. Ég tel að við höfum ekki beitt okkur nægilega innan Nató þegar Bretar settu hryðjuverkalögin á okkur. Hvað var það annað en árás á Nató þjóð?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.1.2010 kl. 05:58

5 Smámynd: Halla Rut

Ég held að Jóhanna og félagar ættu nú að snúa sér að þeim skuldbindingum er þau tóku að sér er þau buðu sig fram til að leiða land okkar í síðustu kosningum. Það væri nokkuð nær.

Er ekki hægt að fá fréttabann á þá menn og þær konur sem endalaust tala gegn Íslenskum hagsmunum, þótt Íslendingar séu, og þótt kosnir séu til að leiða land okkar til farsældar en ekki til glötunar

Halla Rut , 21.1.2010 kl. 10:35

6 Smámynd: Halla Rut

Sigurður, ég mæli með að þú takir af lásinn sem leyfir ekki athugasemdum að birtast fyrr en þú hefur samþykkt þær. Þetta tefur samræður og fer ákaflega í taugarnar á mér eins og mér finnst nú skemmtilegt að lesa bloggið þitt enda ávalt gott að lesa samherja sína.

Þetta átti kannski við hér áður er dónaskapur var hér allsráðandi en það er nú sem betur fer mest liðin tíð og temja sér flestir kurteisi.

Halla Rut , 21.1.2010 kl. 10:39

7 Smámynd: Elle_

Og Hollendingar og Bretar segja að við verðum að standa við samninginn.  Icesave hverfur ekki þó þú viljir stinga höfðinu í sandinn!

Hljómar eins og nýji Steingrímur sem hvolfdist eftir valdatöku.  Hverjum er ekki sama hvað kúgurum finnst???  Og RANGT, Icesave mun akkúrat hverfa ef Sigurður stingur höfðinu í sandinn.  Og enn fyrr ef við öll stingum höfðinu í sandinn og vegna þess að við SKULDUM EKKI ICESAVE og þeir hafa hvorki dóm né lög fyrir fjárkúguninni. 

Elle_, 21.1.2010 kl. 19:29

8 Smámynd: Elle_

Og það er akkúrat málið, Sigurður.  Fjendurnir vita að þeir hafa Jóhönnu og Steingrím gjörsamlega í vasanum og gegn þjóðinni.  Já, því ættu tuddar ekki að nota sér það?   Og nei, ekkert mun ske þó við höfnum nauðunginni. 

Elle_, 21.1.2010 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband