Til hamingju Eggert Haukdal að fá uppreisn æru.

Það er ánægjulegt að sjá að þrotlaus barátta Eggerts Haudal fyrir að réttlætið nái fram að ganga hefur skilað sér að lokum.

Það var hreint ótrúlegt og skelfilegt hvernig sveitarstjórnarmenn stóðu að árásum og dylgjum í garð Eggerts Haukdals. Á allan hátt var reynt að sverta mannorð þessa heiðursmanns.

Nú hefur Eggert sem betur fer fengið viðurkenningu með skaðabótagreiðslu frá sveitarfélaginu að aðdróttanir og dylgjur áttu ekki rétt á sér. Mannorð Eggerts er hreinsað,loksins eftir þrotlausa baráttu hans.

Þótt peningar bæti ekki nema takmarkað fyrir hvernig reynt var að skemma mannorð Eggerts er það þó jákvætt fyrir hann að fá þessa viðurkenningu frá sveitarfélaginu.

Gott þegar réttlætið sigrar að lokum.


mbl.is Eggert og Rangárþing eystra semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sigurður, ég tek undir með þér og óska Eggert Haukdal til hamingju með að fá uppreisn æru, það er í raun ótúlegt hvernig Eggert hefur á gamals aldri þurft að berjast við kerfið og sem betur fer haft sigur. Þetta geta ekki nema harðduglegir menn sem vita líka nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Eggert Haukdal er hetja í mínum augum, það er gott að til séu svona menn í okkar þjóðfélagi.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.1.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband