Við eigendur RUV viljum íslenskt efni.

RUV hefur verið með auglýsingagherferð þar sem vakin er athygli á því að allir Íslendingar eigi hlut í fyrirtækinu. Nú er ég alveg sannfærður um að það er ekki að ósk eigenda RUV að skorið sé svo hressilega niður í íslenskri kvikmyndagerð.

Það er reyndar óskiljanlegt að núverandi Vinstri stjórn skuli ætla að sjá til þess að íslensk kvikmyndagerðö leggist af. Að undanförnu hafa margar góðar myndir verið gerðar,sem fengið hafa mikla aðsókn og vakið athyghli út fyrir landsteinana.

Það er furðuleg afstaða Katrínar menntamálaráðherra að beita niðurskurðarhíofnum mun meira á þessa menningarstarfsemi en aðra. Fyrrverandi menntamálaráðherra Þorgerður Katrín lagði mikla áherslu á að efla íslenska kvikmynda - og dagskrárgerð.
Auðvitað þarf að skera niður á mörgum sviðum í þjóðfélaginu,en er virkilega rétt að láta niðurskurðinn bitna svo harkalega á íslenskri kvikmyndagerð og að RUV dragi verulega úr að kaupa íslenskar myndir. Það er örugglega ekki vilji þjóðarinnar.

Furðulegt fannst mér svar Katrínar mennatmálaráðherra þegar hún var spurð út í þetta. Við reynum að skera þetta ekki svona mikið niður næst. Það verður þá kannski ekkert að skera ef búið verður að ganga að íslenskri kvikmyndagerð dauðri.

 


mbl.is Fordæmislaus niðurskurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Við Íslenska þjóðin viljum að sá flokkur sem öðrum fremur ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir RÚV, megi aldrei þrífast..

hilmar jónsson, 26.1.2010 kl. 00:08

2 Smámynd: Einar Steinsson

Ef maður er blankur sleppir maður því að fara í bíó og kaupir frekar mat.

Einar Steinsson, 26.1.2010 kl. 00:10

3 identicon

Er það málið að maður þarf núna að kaupa sér áskrift að Stöð2 til að fá íslenskt efni, á þetta að vera brandari? Ég veit ekki betur en að við séum að borga nefskatt sem fer í að reka þetta batterí og Páll jeppakarl hefur nú vel yfir 300 milljónum meira að spila úr en 2008. Kaup á íslensku efni er ekki að fara með þessa stofnun á hausinn get ég sagt ykkur. Bara afborganir af jeppanum hans Páls hefðu geta dekkað kaup á einni íslenskri mynd með ótakmarkaðan sýningafjölda í 5-7 ár!!!! Maðurinn er gersamlega óhæfur til neins nema lesa texta af skjá og ég hvet Pál Magnússon til að segja af sér strax eða honum verður hent öfugum útúr útvarpshúsinu fyrst hann getur ekki sinnt sínu lögboðna hlutverki og sýnt eða framleitt almennilegt íslenskt efni. Ríkissjónvarpið sem notabene hefur samkvæmt lögum það helsta hlutverk að hlúa að íslenski menningu??!!! Þetta er það eina sem hann sker niður, íslenskt efni og fréttastofuna... er maðurinn vanhæfur til að gegna þessu starfi? Já, það held ég barasta. Maðurinn á að segja af sér án tafar.

Linda (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 02:22

4 Smámynd: Billi bilaði

En Einar, hvort kaupir þú ruslfæði eða næringargóðan mat? (Það er ekki, svo ég viti, verið að skera niður erlenda dagskrá.)

Billi bilaði, 26.1.2010 kl. 04:18

5 identicon

Það er ég ekki viss um að sé rétt hjá þér - flestir vilja bara gott efni og þá skiptir litlu máli hvort það íslenskt eða ekki

rafn guðmundsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 16:28

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég er nú gífurlega þakklát fyrir að hafa erlendar stöðvar. Annars hefði ég að sjálfsögðu einangrast í svikulum einhliða pólitískum svika-fjölmiðlum Íslands. Sorglegt að ekki allir geti nýtt sér erlenda fjölmiðla.

DV og Útvarp saga segja sannleikann. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.1.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband