Ögmundur nýr útvarpsstjóri hjá RÚV ?

Fréttablaðið greinir í dag frá því að orðrómur sé í gangi að Ögmundur Jónasson verði gerður að útvarpsstjóra hjá RÚV.

Páll Magnússon núverandi stjóri liggur undir mikilli gagnrýni frá ýmsum vinstri menningarvitum og fleiri Vinstri mönnum.

Það væri líka þægilegt fyrir forystu VG að látið Ögmund hafa gott embætti og losnað þannig við hann úr þingflokknum.

Reyndar er merkilegt að svona tal skuli heyrast. Átti ekki allt að vera faglegt og flott hjá Vinstri stjórninni. Átti ekki einmitt að hverfa frá gömlu pólitísku klíkuráðningunum og vinavæðingunni.

Finnst almenningi Vinstri stjórninni hafa tekist vel upp í þeim efnum.

Það myndi í sjálfu sér ekki koma á óvart þótt Vinstri grænir finndu einhverja leið ril að reka Pál Magnússon og setja Ögmund í embættið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það vafðist ekki fyrir stjórnarflokkunum að reka Davíð Oddsson með lögum úr Seðlabankanum og setja Má Guðmundsson, trausta hlaupatík á vinstrikantinum, í staðinn. Þannig ætti vart að vera flókið að losa sig við léttviktarmann á borð við Pál.

Gústaf Níelsson, 1.2.2010 kl. 14:00

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Stjórnmálamaður, vinstri eða hægri, á ekki að vera útvarpsstjóri. Heldur ekki maður sem er þekktur fyrir mikinn pólitískan stuðning í einhverja átt þó hann sé ekki stjórnmálamaður. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2010 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband