Snillingarnir í Bónus og Samskip verða að stjórna áfram segir Finnur bankastjóri.

Hafi einhverjir búist við því að eitthvað myndi breytast í kjörfar bankahrunsins hafa öygglega orðið fyrir verulegu áfalli við að hlusta á Finn bankastjóra í Kastljósþætti kvöldsins.

Finnur lagði mikla áherslu á að Bónusfeðgar hefðu rekið fyrirtæki sitt af miklum myndarskap. Samt er verið að tala um að væntanlega þurfi að afskrifa 30-30 milljarða. Finnur segir það mikið atriði að þessir aðilar fái áfram að stjórna fyrirtækinu.

Sama á við um Ólaf hjá Samskip. Finnur segir hann hafa mikla og góða reynslu af ekstrinum. Hann verði því áram að eiga og stýra fyrirtækinu.

Það hafa örugglega margir sdem horfðu á Kastljós setið eftir með stórt spurningamerki. Er það virkilega svo að þeir hinir sömu sem settu allt á hausinn séu þeir einu sem treystandi er að mati bankanna.

Er þetta hið nýja Ísland?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Siðblinda er ekki altaf augljós þó merkin sjáist ef að er gáð.  Svo er bara hvor er siðblindari gerandinn eða verjandinn.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.2.2010 kl. 23:05

2 Smámynd: Billi bilaði

Það er ekkert nýtt ísland, og það verður ekkert nýtt ísland! Það verður allt talað í kaf.

Billi bilaði, 6.2.2010 kl. 07:51

3 identicon

Í arion banka gildir ekki reglan "maður kemur í manns stað" bara Nýtt Ísland = Gamla Ísland.

Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband