Hver hefði trúað því miðað við allar yfirlýsingar forustumanna Samfylkingar og Vinstri grænna frir síðustu kosningar að á árs afmæli Vinstri stjórnarinnar væru þúsundir landsmanna í skuldasúpunni.
Hvað varð um skjaldborgina og björgun heimila landsins?
Það er eðlilegt að Jóhanna verkstjóri Vinstri stjórnarinnar fagni árs afmælinu og árangrinum með því að skella sér í frí frá þessu öllu saman.
Þúsundir í skuldasúpunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú bara fasistastjórn eins og sú fyrri. Allt gott og huggulegt fyrir bankana og stjórnmálaelítuna.
Einar Guðjónsson, 6.2.2010 kl. 17:22
Rétt hjá ykkur allt gert til að bjarga bankanum og fjármagnsþjófunum enda ekki undarlegt eins gerspillt og ríkisstjórnin er.
Sigurður Haraldsson, 6.2.2010 kl. 17:31
Sigurður,auðvitað veistu það hvaða pólitíkusar komu þessu klúðri á í þjóðfélaginu,,,,það veistu alveg er það ekki.?
Númi (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 17:32
Skuldasúpan sem slík er ekki afleiðing stjórnarhátta núverandi ríkisstjórnar. Það veist þú mæta vel Sigurður eins og þjóðin öll. Skuldasúpan er afleiðing margra ára misgengis í fjármálakerfi þjóðarinnar, afleiðing þess að misvitrir stjórnmálaleiðtogar héldu dauðahaldi í okkar handónýta gjaldmiðil, gáfu veiðiréttinn að auðlindum sjávar til vildarvina sem síðan hafa braskað með hagnaðinn, gáfu bankana til vildarvina og opnuðu hér á frelsi til hvers kyns áhættu í gambli með fjöregg þjóðarinnar að slíkt er fáheyrt meðal þróaðra samfélaga.
Hvernig getur áhangandi slíkra stjórnmálaleiðtoga vogað sér að kenna núverandi ríkisstjórn um skuldasúpuna. Að ekki sé búið að greiða úr öllum óskundanum eftir eitt ár, er ekkert skrítið sérstaklega þar sem vinnufriður hefur ekki verið mikill.
Þeir sem eru í skuldasúpunni eru auðvitað óþolinmóðir, sérstaklega þar sem þeir hafa nú í fyrsta skipti í mörg ár stjórnvöld sem þeir binda vonir við að komi þeim til hjálpar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2010 kl. 17:41
hvaða vinum gaf Jóhanna og Steingrímur veiðiréttin segiru?, þú veist að þau voru ráðherrar 1988-1991
skuldasúpa er afleiðing margra ára misgengis í fjármálakerfi þjóarinnar........ ertu að gagnrýna formann stjórnar FME og stjórnarmann Seðlabankans í aðdraganda hrunsins... Jón Sigurðsson, eða ertu að gagnrýna hrunaráðherrana Ingibjörgu, Össur,Jóhönnu, Kristján Möller og Björgvin? eða kom þetta lið hvergi nærri? er að þínu mati rétt að allir séu farnir frá sem bera ábyrgð nema Jóhanna, Kistján Möller og Össur? áður en þú svara getur þú þá farið í smástund úr Samfylkingar gallanum?
siguroli kristjánsson (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 18:12
Heldur þú virkilega að ástandið væri betra ef "þínir menn" væru við stjórnvölinn? Siggi minn "wake up and smell the coffe!"
Margrét (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 20:22
Ég tek undir með Siguróla Kristjánssyni. ´Rökin´ sem eru út í hött, endalaust öllu skellt á alla nema blessaða gjörspilltu Fylkinguna. Sama fólkið er enn þarna úr Engla-fylkingunni og samt allt Davíð og hinum að kenna. Getur verið að fólk sem ver núverandi stjórn bara muni ekki að Fylkingin var við völd líka síðast??? Getur kannski verið að það vilji ekki vita hvað snýr upp og hvað snýr niður?
Elle_, 6.2.2010 kl. 22:10
Virkilega spennandi að menn haldi að ég sé sjálfstæðismaður eða framsóknarmaður ég er hvorugt einnig að þeir sem mótmæla sitji í skuldasúpu þannig er ekki með mig farið. Það er ástandið spillingin og aðgerðarleysið sem er að fara með okkur stjórnvöld virðast ekki ná neinni tengingu við almenning í landinu frekar en fyrri stjórnvöld það er vandamálið, virðist ekki skipta máli hvaða flokkur er við völd allt einkavinavætt og peningagræðgin óstjórnleg einhver vörn sem er í gangi með þeim sem stálu af okkur!
Sigurður Haraldsson, 6.2.2010 kl. 22:28
Biðst afsökunar á að hafa ruðst hér inn Sigurður hélt að fólk ætti við mig. Þakka þér fyrir samstöðuna sem þú sýnir gegn spillingunni kveðja úr norðri.
Sigurður Haraldsson, 6.2.2010 kl. 22:34
Það er svona Sigurður (Haraldsson) að heita Sigurður og Jón. :)
Elle_, 7.2.2010 kl. 00:27
Það sem mér mislíkar dálítið við flokksmenn núverandi ríkisstjórnar er að miða núverandi ríkisstjórn við þá fyrrverandi. Ef eini metnaður núverandi ríkisstjórnar er að vera betri en fyrrverandi þá er nú ekki við miklu að búast.
Ég tel mig við vinstri mann en það sem komið er hefur þessi ríkisstjórn ekki gert mikið betur heldur en það sem hefði mátt búast við af þeirri fyrrverandi. Þetta segi ég ekki sem sjálfstæðismaður, frekar sem maður sem man enn eftir kostningarloforðum sinna manna fyrir ári síðan.
Gunnar (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.