8.2.2010 | 13:33
Ætlar fólk áfram að versla við Arion banka og Baugsveldið?
Eins og fram hefur komið í fréttum er nú Ation bankai að finna út mix leið til að afhenda Baugsfeðgum aftur öll yfirráð yfir sínum fyrirtækjum þrátt fyrir að afskrifa verði tugmilljarða.
Auðvitað mun þetta gerast á meðan allur almenningur lætur eins og ekkert sé og heldur áfram að versla við Arion banka og Baugsveldið.
Það eina sem gæti haft áhrif ef almenningur sýndi andstöðu sína í verki við þessum hugmyndum með því að hætta að versla við Arion banka og Baugsveldið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mun framvegis versla í verslunum Baugs eins og hingað til. Verðið er gott og úrvalið ágætt, þessi verslunarkeðja hefur lækkað heimilisbókhald margra heimila undanfarna áratugi og mun vonandi gera áfram. Viðskipti hef ég ekki við Arion banka, en gæti vel hugsað mér það ef þurfa þykir
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2010 kl. 14:04
Hólmfríður hvar heldur þú að Bónusfeðgar hafi fengið þá peninga sem að þeir notuðu til fjárfestina erlendis. ÚR BUDDUNNI ÞINNI þegar að þú hefur verið að versla hjá þeim. Þeir ráða vöruverðinu á markaðnum þannig að þú hefur ekki hugmynd um hvort að þeir hafa verið að bjóða lægsta mögulega verð.
Þessir hundruðir milljarða sem að þessir feðgar hafa verið að bruðla með segja mér að að það hafi nú verið sæmileg álagning í verslunum þeirra.
Hvað heldur þú Hólmfríður ? Þú hefur sennilega ekki tapað miklu af sparnaði þínum í banka Jóns Ásgeirs Glitni, eins og þúsundir annarra. Getur þú ekki sýnt samstöðu með því fólki sem er á vonarvöl vegna Jóns Ásgeirs og ævintýra hans ?
Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 14:28
Ég ætla rétt að vona að fólk láti skynsemi ráða og sniðgangi þessi fyrirtæki. Það er ekki þess virði, þó svo að einhver hluti matarinnkaupanna verði örlítið dýrari, að stuðla að því að sama leikritið byrji aftur af tvíefldum krafti. Útrásin og það sem henni fylgdi er langt komin með að útrýma millistétt í landinu, þannig það þegar þetta hyski hefur náð fótfestu verður bilið milli ríkra og fátækra enn breiðara en það var og þótti flestum nóg um.
Það má ekki gerast að bankarnir noti peningana okkar, því það eru skattgreiðendur sem endurreistu hræin, til að koma fótunum undir þetta lið, án þess að krefjast þess að það borgi skuldir sínar fyrst. Það getur verið í lagi þegar hver einasta króna er greidd að jón, jóhannes, ólafur eða hvað þeir heita, eignist eitthvað en fyrr ekki.
Það sagði einhver í útvarpið í morgun að Finnur bankastjóri væri hættulegasti maður þjóðarinnar, ég held að það geti verið, því ef eitthvað kemur af stað byltingu er það svona framferði. Þjóðin er ekki svo vitlaus að hún láti þetta leikrit slá ryki í augun á sér.
Kjartan Sigurgeirsson, 8.2.2010 kl. 14:37
Fyrst varð ég hugsi við setningunni "versla við banka" en eftir smá grúsk sá ég að það er kórrétt hjá þér. En hvað um það ekki ætla ég að versla við Arion og finnst reyndar ömurlegt að vera fangi í Landsbanka þeirra Björgólfsfeðga en versla áfram í Bónus. Fjárhagurinn er þess eðlis.
Finnur Bárðarson, 8.2.2010 kl. 15:39
Varðandi verðlag í Bónus verslunum er ekki hægt að treysta á að það sé lægra en í Krónunni eða Kosti, en þetta snýst líka um staðsetningu, fólk kýs sumt frekar að versla við Bónus en að ferðast langar leiðir til að leita að lægra vöruverði.
Kjartan Sigurgeirsson, 8.2.2010 kl. 15:47
Þeir Íslendingar sem eiga enn eftir vott af heiðarleika og skynsemi eiga að sjálfsögðu að HÆTTA að versla við þessa menn. Ég er hættur því og versla nú í Kosti og Krónunni.
Vel getur verið að vöruverðið hafi oftast verið lægst í Bónus, en skuldaslóðin sem þessir feðgar skilja eftir sig er slík að greinilegt er að verðinu var haldið niðri með lánum, sem á endanum lenda á þjóðinni.
Ekki veit ég hvort Hólmfríður hefur hugsað þetta dæmi til enda.
En ég mun að sjálfsögðu hætta viðskiptum mínum við Arion banka líka, þangað sem ég var nauðugur færður eftir að hafa verslað við SPRON árum saman. Ekki var sá banki nú betri í seinni tíð !!!
Sigurður Sigurðsson, 8.2.2010 kl. 16:38
Eru einhverjir með geislabaug í Kosti og Krónunni ?
Finnur Bárðarson, 8.2.2010 kl. 16:45
Hólmfríður, við hvað miðar þú þegar þú segir að Bónus hafi lækkað heimilisbókhaldið? Þegar Hagkaup var og hét (áður en samkrullið við bónus hófst) Var keypt inn á lágum verðum og með lítilli yfirbyggingu var hægt að halda álagningu í lágmarki. Niðurstaðan kjarabót fyrir kúnnann.
Nú er þessu öðru vísi farið. Bónus liðið er í einokunaraðstöðu og ráða verðinu á markaðnum. Þeir eru í það sterkri stöðu að þeir ráða að miklu leiti verðinu frá heildsalanum og íslenskum framleiðendum. Þeir eru í slæmri stöðu því ef þeir segja nei við því verði sem Bónus og co bjóða eru þeir einfaldlega ekki með á markaðnum. Það verða þeir þó að vera og því er sagt já við því verði sem þeir bjóða. Þeir lifa hinsvegar ekki af þeirri framlegð sem sú sala gefur þeim og því verða þeir að hækka verðið til hinna búðanna til að komast af.
Þegar Bónus verðleggur vöruna til kúnnans taka þeir ekki þetta lága innkaupsverð og leggja hóflega á og selja okkur. Þeir fara í hinar verslanirnar og tékka á hvað þeir eru að selja sömu vöru á (sem keypar eru inn á mun hærra verði en Bónus og co fengu). Svo er verðið í Bónus stillt þannið að þeir séu að minnsta kosti 1 kr. ódýrari svo þeir komi alltaf best út úr verðkönnunum.
Þannig hafa þeir stuðlað að hækkuðu vöruverði en ekki lækkuðu. Viðskiptasnilldin felst hinsvegar í því að allir halda, eins og Hólmfríður, að þeir séu góðu kallarnir af því þeir eru ódýrastir.
Þetta leika ekki margir eftir og því má telja líklegt að ef þeir verði ekki áfam við stjórnvölinn fari sól Bónuss búðanna að lækka á lofti. Þetta veit kúlulánakóngurinn sem stjórnar Arion bankanum (enda áður búinn að stýra einum banka í þrot áður en hann var rekinn þaðan) og þess vegna vill hann hafa þá áfram til að lágmarka tap Arionbanka. Skítt með hvað það kostar almenning.
Landfari, 8.2.2010 kl. 17:17
Mér fannst dálítið skynsamlegt sem Lilja Mósesdóttir ,þingmaður VG og formaður viðskiptanefndar sagði í hádegisfréttum Hvers vegna þarf það vera eitthvert lögmál að Bónus,Hagkaup,10-11 og hvað þetta nú allt heitir þurfi allt að vera undir einum og sama hattinum.
Hvers vegna má ekki búta þetta niður og selja hæstbjóðendum. Það er alveg af og frá að ætla að telja okkur almenningi trú um það að engvisr aðrir en Baugsfeðgar geti rekið þessar einingar. Það er til fullt af fólki sem myndi reka þessar af myndarskap.
Sigurður Jónsson, 8.2.2010 kl. 17:59
Það er sorgleg staðreynd að margir eru sama sinnis og Hólmfríður. Fólk virðist ekki átta sig á að samkeppni skili lægsta vöruverði.
Ég er löngu hætt að versla við Bónusfeðga en get ekki flúið með viðskipti mín úr Arion banka enda í skuldafangelsi þar
Eva Sól (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 20:39
Já skuldafangelsi er það sem við búum við Íslendingar. Betur að við hefðum haft vit forfeðra og (já foreldra) og eiga fyrir öllu áður en eytt var:(:(
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.2.2010 kl. 20:47
Það getur enginn á meðallaunum safnað fyrir heilli íbúð í Reykjavík (þó lítil sé) og greitt hana út í hönd. Foreldrar okkar gerðu það ekki einu sinni. Ungt fólk í skuldafeni vegna íbúðakaupa er ekki allt óráðsíufólk.
Eva Sól (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 20:59
OG hvar ætla menn þá að versla. Í Hagkaup, neibb, Bónusfeðgar á Hagkaup, í 10-11,,, úpps, líka Bónsusfeðgar. Þeir hafa lagt undir sig allar helstu verslanir í landinu og maður virðist ekki komast af með að versla EKKI við þá. Nema hérna á Akureyri, hérna er Nettó í eigu Samkaupa, gömlu Kaupfélaganna.
Ekki gengur Nóatún, þar var allt í gangi 2007 og kross-eignar-böndin bárust víða s.s. Krónann, 11-11 og fl.
Þetta segir allt sem segja þarf, sprengja þessi fyrirtæki upp í smærri einingar og selja þeim sem kunna sitt fag, þ.e. að reka verslun.
Ekki gengur heldur að versla í Krónunni, þar er BYKO veldið með
Dexter Morgan, 9.2.2010 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.