Fattaði ekki einn einasti maður í kerfinu að ekkert Rússagull kom þegar Björgólfsfeðgar "keyptu" Landsbankann

Ein af stóru rökunum með að selja Björgóplfsfeðgum Landsbankann á sínum tíma að þá kæmu alveg risastórar upphæðir af erlendum gjaldeyri inní landið.

Nú er allt annað komið í ljós. Búnaðarbankinn var látinn lána Björgólfsfeðgum nokkra milljarða til að geta keypt Landsbankann. Ekki ein einasta króna hefur verið greidd af láninu.

Merkilegt er að ekki nokkur maður í kerfinu skuli hafa tekið eftir að ekkert af erlendum gjaldeyri kom inní landið.

Eitthvað segir manni að það sé hressilega rotið við þetta. það getur hreinlega ekki átt sér stað að ekki nokkur maður hafi vitað af þessari svikamyllu.

Auðvitað er það rétt sem Vilhjálmur Bjarnason segir að svikamyllan með sölu Landsbankans og Búnaðarbankans með kross lánum til hvors annars er upphafið af hruninu mikla.

Þetta er svo óheyrilega rotið að ekki nær nokkru tali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Góð ábending, getur verið að rannsóknarnefnd Alþingis skoði þetta má ?

Hverjir voru í ráðandi stöðum og véluðu um ! FME og Seðlabankinn, voru allir sofandi þar á bæ ?

Hvílík svikamylla, það er ekki nema von að Ísland er komið í ruslatunnuna, til næstu kynslóða.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 12.2.2010 kl. 13:06

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll nafni.  Ég held að þetta sé einhver misskilningur, bankinn var seldur á 11 milljarða, ef ég man rétt.  Þeir greiddu ca 70% og fengu restina lánaða, ca 3-3,5 milljarða.

Þannig að í raun kom nú töluvert af gjaldeyri inn í landið.

Bara svo það sé á hreinu, þá er ég ekki að verja Björgólfsfeðga - en rétt skal vera rétt !!!

Sigurður Sigurðsson, 12.2.2010 kl. 13:13

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir með þér Sigurður S., að rétt skal rétt vera.  En átti ekki að vera búið að borga þetta lán, eða átti það bara að borgast eftir hentugleikum?

Þannig hefur aldrei verið með lán sem ég hef tekið.  Þau hafa ævinlega haft fyrirfram fastar dagssetningar og fyrir þeim verið jarðföst veð sem mér bar skylda samkvæmt samningi um lánið að hald vel og samviskusamlega við. 

Þannig að ef húskofinn hefði fokið eða brunnið þá hefði ég þurft að byggja hann upp aftur handa bankannum mínum. 

Ég sé í sjálfu sér ekkert athuga vert við þennan samning, nema ef svo er að efna menn, eða ýmyndaðir efna menn fái mýkri meðferð.

Hrólfur Þ Hraundal, 12.2.2010 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband