Enn stækkar spurningamerkið.

Saga Icesave málsins er hreint ótrúleg og tekur sífellt á sig nýjar myndir. Miðað við þessa frétt frá Noregi vaknar enn upp spurningin hvort okkur beri yfir höfuð nokkur skylda til að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave reikningum Lasndsbankans.

Landsbankinn var jú einkafyrirtæki og þeir sem lögðu inná yfirboðsvaxtareikninga hans í Bretlandi og Hollandi hefðu mátt vita að þeir voru að taka áhættu. Hvers vegna í óskupunum á almenningur á íslandi að þurfa að borga brúsann.

Nú heyrast þær fréttir að Bretar séu reiðubúnir að gefa eitthvað eftir í vöxtum en við verðum samt að borga allan höfuðstólinn. Ekki vil ég trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn,Framsóknarflokkurinn og Hreyfinginn ljái máls á slíku. Fulltrúar þessara flokka hafa sagt að það yrði að nálgast Icesave málið á algjörlega nýjum forsendum ef um það ætti að nást samstaða.

Við vitum að Steingrímur og Jóhanna hafa verið og eru tilbúin að samþykkja hvað sem er til að losna við málið. Þau vita að þau verða löngu hætt í stjórnmálum þegar kemur að því að borga. Það má samt ekki ráða för.

Nú reynir á að menn standa saman og að ekki verði tekið einhverri smá tilslökun. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að fara fram þannig að Bretar og Hollendingar sjái svart á hvítu hver hugur almennings á Íslandi er. Þeir verða að finna a þjóðin stendur saman óg vill ekki láta kúga sig þótt Steingrímur og Jóhanna séu tilbúin til þess.


mbl.is Bera enga ábyrgð á innistæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband