Við hljótum að segja NEI.

Ef það er rétt að Hollendingar segi að Íslendingar verði að fallast á grunnforsendur Icesave tilboðs Breta og Hollendinga hlýtur svar stjórnmálaleiðtoganna að verða eitt stórt NEI.

Íslenska þjóðin sættir sig ekki við kúgunarsamning Breta og Hollendinga. Svo einfalt er það.


mbl.is Ísland fallist á forsendurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru líka búnir að segja að þetta sé loka tilboð og við fáum ekki annan séns. Hvað meina þeir með því? hvað ætla þeir að gera ef við samþykkjum ekki samninginn. Við eigum að sýna þeim puttann og segja að þeir eigi að fara að okkar kröfum annars semjum við ekki við þá.

Haraldur (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 10:51

2 identicon

Ég skil ekki alveg þetta viðhorf, að sýna þeim puttann og fara að okkar kröfum annars semjum við ekki ???? 

Staðreyndin er sú að við erum skuldarar en Bretar og Hollendingar eru kröfuhafar. Ég er alveg viss um að ef þú ferð í bankann í dag sem skuldari og segir við bankann að þú viljir borga eftir þínum hentugleika og með þeim vöxtum sem að þú VILT borga , annars hreinlega borgaru ekki, þá fer bankastjórinn ekki á hnéin og tekur hverju sem þú VILT í von um að fá nokkrar krónur !!!  AF HVERJU ættu Bretar og Hollendingar að gera það ????

Hvaða voðalega stórmennskubrjálæði er í mörgum hverjum Íslendingum nú til dags. Með yfirlýsingar eins og sýnum þeim puttann og gvuð veit hvað, gerir fólk sér ekki grein fyrir að VIÐ skuldum þessum stórþjóðum og þetta er ekkert aumingja Ísland, heldur aumingja Bretland og Holland að hafa látið skítaeyju út á hafi rænt sig. Þeir hafa enga - gjörsamlega ENGA ástæðu til að vera hneigja sig og beygja fyrir okkur.

Solla Bolla (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 11:12

3 identicon

Solla

Þetta er ekki svo einfallt, við báðum ekki um að fá þetta lán.

Þetta er eins og bankinn þinn hefði skellt á þig láni sem þú skrifaðir ekki undir og sent þér svo samning með háum vöxtum sem þú bara neiðist til að borga.

Það er ekki sanngjarnt, svo ef þeir segja að þetta sé þeirra lokatilboð þá bara er það svo, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því á hljóta þeir bara að borga þetta ef þeir vilja ekki semja.

Svavar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 11:20

4 identicon

Auðvitað er þetta heila Ice-save eða Ice-Slave mál eins og margir kalla það í einu og öllu ósanngjarnt fyrir okkur landsmenn. Sjálfri finnst mér með öllu óþolandi að við þurfum að borga þetta og mér þykjir það ósanngjarnt að okkar velferðakerfi þurfi að líða niðurskurð út af þessu. Þetta eru jú skuldir sem að ég og þú stofnuðum ekki til.

En aftur á móti erum við þó í þessari  stöðu og stöndum frammi fyrir því að greiða skuldir óreiðumanna.

Málið er því miður einfalt, fólkið sem að landsmenn kusu til að stjórna hér á landi brugðust okkur í einu og öllu með eftirlit í þessu fjármálaæði sem tröllreið yfir landið. Núna stöndum við landsmenn með sárt ennið og þurfum að borga !!!

Óbeint stofnuðum við til þessara skulda með því að kjósa lélega stjórn yfir okkur !!!

Solla Bolla (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 11:32

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Við verðum að fá að kjósa svo þeir finni hug Íslendinga. Svo er allt upp í loft í stjórnmálunum í Hollandi. Svo það gæti liðið einhver tími þar til semst. Vonandi að stjórnvöld á Íslandi getið þá hugsað um eitthvað annað á meðan

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.2.2010 kl. 11:34

6 identicon

Það er hægt að rökræða þetta icesave fram og tilbaka, eitt er allavega víst við verðum að ganga frá þessu sem fyrst og fara að einbeita okkur að uppbyggingu landsins. Það situr margt á hakanum, meðan þetta mál er óafgreitt...

Solla Bolla (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 11:34

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Getur einhver sagt mér af hverju þeyr vilji ekki fara dómstólaleiðina.

Eyjólfur G Svavarsson, 23.2.2010 kl. 13:38

8 identicon

Ef ég skil þessa evróputilskipun um tryggingasjóð rétt, þá geta íslensk stjórnvöld ekki gert neinn samning við Breta og Hollendinga, mega það í raun ekki því slíkt væri lögbrot á lögum og reglum Evrópusambandsins, um tryggingasjóð innistæðueigenda.  Þar stendur skýrt að aðildarríki evropska efnahagssvæðissins geti ekki og megi ekki ganga í ábyrgð fyrir slíkum sjóðum, þau eigi einungis að tryggja það að slíkur sjóður sé til.

Ef stjórnvöld okkar semja við þessar þjóðir þá ætti að kæra þau til Evrópudómstólsins, fyrir lögbrot.

Jóhannes (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband