Neitar að taka geislabauginn af sér. Allar fréttir rangar nema hrós segir Jóhannes.

Alveg hefur það verið stórkostlegt að fylgjast með þeim Baugsfeðgum. Það er alveg sama hvaða fréttir koma um slæma fjárhagsstöðu þeirra og vafasöm viðskipti. Allar fréttir eru rangar og er þá aðallega Jóhannesi ættarhöfðingja falið að sannfæra alþjóð um það.

Merkilegt var í kvöld að hlusta á fréttir Stöðvar rvo sem fjölluðu ,um vafasama menn í fjármálalífinu og subbuleg viðskipti og notað var með stórum stöfum við hverja mynd, Grunaður.

Athugli vakti að engin mynd eða frásögn kom af Baugsfeðgum.

Á RUV var ítarlega sagt frá viðskiptaháttum Baugsfeðga og rakin stofnun hinna ýmsu félaga, sem nú eru farin á hausinn og engar eignir finnast. RUV greinir frá því að væntanlega þurfi að afskrifa allt að 120 milljörðum króna.

Mekilegt að svona frértt skuli alveg hafa farið framhjá Stöð 2.

Kannski verður forsíðan á Fréttablaðinu í fyrramálið að þetta sé rangt hjá RUV.

Merkilegt að allir fjölmiðlar aðrir en 365 miðlar skuli birta rangar fréttir að Baugsfeðgum, eða er það kannski ekkert merkilegt að svo sé.


mbl.is Jóhannes segir fréttina ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Davíð Oddson hlýtur að vera farinn að vinna á RUV. Hefur hann ekki einkarétt á að tala illa um Jóa?

Það verður gaman að sjá hverju hann ber við nú, sér til afsökunar. Ofóknir á fjölskylduna eða verið að sverta mannorð hans? Alla vega getur ekki verið að hann sé neitt sekur!!

Nú held ég að Jóa sé best að þegja.

Gunnar Heiðarsson, 28.2.2010 kl. 21:54

2 identicon

Sagði Jóhannes líka að engir væru á eftir sér. Ekki skrítið, hann á ekkert, það eru eignarhaldsfélög sem eiga þær eignir sem hann á. Minntist hann ekkert á það ? Eigum við hin eintóm eignarhaldsfélög ?

Öddi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 22:18

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jói og & hafa lifað í draumheimum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2010 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband