Landbúnaðarráðherra er verulega súr.

Alveg er það stórkostlegt hvað sumir menn taka sig hátíðlega og skilja illa létt grín. Að undanförnu hafa birst í sjónvarpinu skemmtilegar auglýsingar frá Símanum, þar sem sýndir eru nokkrir menn í lopapeysum með þorratrog fyrir framan sig. Ekki líst þeim of vel á matinn og nota tölvutæknina til að panta sér pizzu í óbyggðina.

Landbúnaðarráðherrann Jón Bjarnason er verulega súr yfir þessum auglýsingum og virðist líta á þetta sem freklega árás á íslenskan landbúnað og gamlar hefðir.

Einhvern á maður nú erfitt með að sjá að þorrabkót muni leggjast af vegna þessarar auglýsingar eða að hún muni draga úr neyslu á þorramat.

Flestir taka auglýsinguna sem létt grín og skemmtilegheit. Miðað við kynni mín af bændum finnst mér ótrúlegt að þeir líti á auglýsingu Símans sem árás á bændastétina, enda flestir bændur hinir ágætustu húmoristar.

Bændur og almenningur í landinu hefur örugglega miklu meiri áhyggjur af slæmri stöðu heimila og atvinnumála og dekurs ríkisstjórnarinnar við ESB aðild.

Það væri mun heppilegra fyrir Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra að einbeita sér að þeim málum heldur en vera súr vegna saklausrar auglýsingar Símans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Æææ. Mér finnst þessi auglýsing einmitt svo skemmtileg:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.3.2010 kl. 12:52

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Munið þið eftir honum Vembil í Ívari Hlújárn, hann hafði húmor enda ekki landbúnaðar ráðherra, en hann var nú líka hirðfífl.  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 1.3.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband