Ótrúlegt. Báðir allt í klessu flokkarnir í VG fá samtals 25% fylgi.

Hreint er það ótrúlegt að flokkarnir sem tilheyra Vinstri grænum nái 25% fylgi. Það er ótrúlegt að fjórðungur kjósenda skuli treysta þeim flokki, þar sem hver höndin er upp á móti annarri og a.m.k. tvær skoðanir á öllum veigamestu málum þjóðarinnar.

Það eina sem allra fylkingar innan VG virðast geta verið sammála um er að hækka skatta og vera á móti framkvæmdum.

Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum er hægt að skipta þingflokki VG í tvær fylkingar þar sem önnur lítur forystu Steingríms J. og hin fylkingin Ögmundi.

Margirt telja það allt eins geta gerst að flokkurinn hreinlega klofni, þar sem um grundvallarágreining er að ræða í stórum málum.

Það er því alveg með ólíkindum ef 25 % þjóðarinnar ætla að kjósa VG.


mbl.is VG stærra en Samfylkingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Nefndu þá betri kost. Hinir hafa fengið að reyna en árangurinn er sviðin jörð.

Víðir Benediktsson, 2.3.2010 kl. 00:52

2 Smámynd: Sigurjón

Eiga þá VG og Sf að fá frítt spil endalaust?  Bara af því að hinir hafa fengið að reyna og útrásarvíkingar sprengdu allt?  Sf var auk þess í stjórn síðustu 18 mánuðina fyrir hrunið mikla.  Ekki bættu þeir úr skák...

Sigurjón, 2.3.2010 kl. 01:39

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að það besta sem gerðist væri að Ögmundur tæki af skarið og klyfi sig frá flokknum.  Það myndi vekja vonir með mér um valkosti fyrir fólkið. Þú gleymir annars að nefna að það er klofningur innan Sjálfstæðisflokksins varðandi EBS og fleiri hitamál. Hann hangir raunar saman á Icesave. Það er heldur ekki óeðlilegt að finna megi staðfestu þar, þar sem það hefur jú úrslitaþýðingu fyrir framtíð flokksins að losa okkur undan þessari kúgun. Einfaldlega vegna þess að sá að hann á sökina og kvölina.  Takist að ekki, þá verður haldin sameiginleg útför samspillingarvofunnar og bláu handarinnar.  Jálfstæðisflokkurinn er semsagt ekki að keppa að því máli fyrir þjóðina heldur er hann að róa lífróður um eigin framtíð. Þeim er skít sama um breiðu bökin sem fyrr.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 04:01

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég var ekki að taka upp hanskann fyrir Samfylkinguna enda er hún ein af þeim flokkum sem skyldu eftir sviðna jörð. Maður er bara að velta því fyrir sér hvað fólk vill í staðin fyrir t. d. VG í þessu tilfelli. Það er lítið annað í boði en flokkar sem  hafa sýnt af sér verstu stjórnunarhætti allra tíma, viljum við fá það yfir okkur aftur?

Víðir Benediktsson, 2.3.2010 kl. 07:21

5 Smámynd: Sigurjón

Það er alveg rétt hjá þér Víðir að það er lítið annað í boði.  Hitt er annað mál að ef VG væri eitt við stjórn hér, þá fyrst væri allt á leið til helvítis.  Það yrðu bara hækkaðir skattar og allar framkvæmdir sem hugsanlega væru eitthvað mengandi eða væru sýnilegar í náttúrunni yrðu tafarlaust stöðvaðar.

Ég segi að það er illskárra að gefa D og B annað tækifæri á að læra af mistökunum (og gleymum því ekki að mikil endurnýjun hefur átt sér stað í báðum flokkum, þó betur megi ef duga skal) og reyna aftur.

Sigurjón, 2.3.2010 kl. 11:19

6 identicon

Þetta er bara alveg eins og fyrir síðustu kosningar. Þjóðin vildi Sjálfstæðisflokkinn burt, en gleymdi alveg að Samfylkingin var heldur ekki að standa sig... Nú er það Samfylkingin burt og áfram með VG. 

Ég held það þurfi bara fyrst og fremst að afnema þetta úrelta flokkakerfi. Við verðum að geta kosið einstaklinga á þing.

Sóley (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband