Jóhanna hlýtur að hætta eftir helgi.

Yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar um að ætla að hunsa þjóðaratkvæðagreiðsluna er grafalvarlegt mál. Lýðræðið og að almenningur skuli fá að segja sitt álit á málunum er okkur dýrmætt. Kosningarétturinn er eitt það dýrmætasta sem við eigum.

Að forsætisráðherra landsins skuli ætla að hunsa þennan rétt er með ólíkindum.Hlusti fólk á Jóhönnu og mæti ekki á kjörstað mun það styrkja Breta og Hollendinga í að þvinga uppá okkur óviðunandi samningi.

Það er ótrúlegt að forsætisráðherra skuli hvetja þjóðina til að eyðileggja þessa kosningu. Vonandi verður mikil þátttaka í kosningunum á morgun og niðurstaðan verður afgerandi NEI. Það mun styrkja okkar stöðu.

Fyrst Jóhanna tekur þessa stefnu og verði þátttaka góð í kosningunum hlýtur hún að hætta í stjórnmálum strax eftir helgi.


mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef hún gerir það ekki sjálfviljug verður þjóðin að sjá til þess að hún hætti.

Gunnar Heiðarsson, 5.3.2010 kl. 10:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu, en svo er líka bæði um Steingrím og Össur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2010 kl. 10:59

3 Smámynd: Njáll Harðarson

Eigum við ekki að skjóta saman í flugmiða handa henni til London, aðra leiðina

Njáll Harðarson, 5.3.2010 kl. 11:29

4 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Burt með Jóhönnu úr alþíngi!!  Sama gildir Steingrím, össur og fleiri í stjórninni.

Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 12:20

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þarna fór hún endanlega með það!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.3.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband