Afskriftir hjá Íslandsbanka! Milljón hjá ekkju: NEI, Milljarðar hjá auðmönnum: JÁ. Er þetta réttlæti?

Margur hafði örugglega trú á því að einhver meining væri á bak við orð Vinstri stjórnarinnar um að slá Skjaldborg um heimilin í landinu. Nú hefur það komið rækilega á daginn að það er mikill misskilningur.Svo virðist vera að þeir einir sem eiga auðvelt með að fá afskrifað eru hinir svokölluðu auðmenn,athafnamenn,útrásarvíkingar og hvað  þetta fólk err nú kallað.

Sláandi dæmi er að sjá í DV í dag. Ekkja sem bað um niðurfellingu á sínum skuldum um 1,5 milljónir fær þvert NEI í Íslandsbanka. Ekkjan ætlaði samt að borga verulegan hluta og hefur ávallt staðið í skilum.

Nei, og aftur, nei og enn og aftur nei.

Í sama blaði er greint frá niðurfellingu skulda hjá nokkrum svokölluðum auðmönnum. Hér er um niðurfellingar skulda að ræða frá 800 milljónum og uppí 80 milljarða.

Það virðist því ansi auðvelt fyrir þessa menn að koma og biðja um niðurfellingu. Þá er svarið stórt JÁ. Ekki nóg með það, menn fá eftir sem áður að halda sínum fyrirtækjum og eignum.

Er nema eðlilegt að almenningur spyrji. Hvar er réttlætið. Er þetta það Nýja Ísland sem við viljum?

Haldi þetta misrétti áfram í skjóli Vinstri stjórnar hlýtur það að enda með óskupum. Það eru takmörk fyrir því hversu lengi fólk getur þolað slíkt óréttlæti eins og þetta dæmi sýnir og mörg önnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gjörsamlega út í hött Sigurður.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.3.2010 kl. 17:33

2 Smámynd: Sigurður Baldursson

Þetta mál sýnir í hnotskurn þvílíkt óréttlæti og spilling er í bönkunum. Þeir sem eru tilbúnir til að svíkja og stela er hampað af bönkunum en heiðarlegt fólk er borið út.  Er ekki kominn tími til að bankarnir fari að hugsa ráð sitt og starfa á heiðarlegri og ekki síður siðlegri hátt

Sigurður Baldursson, 9.3.2010 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband