Nýjasta plata Bubba komin út. Allt Davíð að kenna.

Jæja,þá hefur Bubbi gefið út nýjasta pistil sinn á Pressunni. Nú skal tekið við að nýju og hefja upp sönginn allt sem miður hefur farið á Íslandi er Davíð Oddssyni að kenna. Væntanlega verður svo framhaldssaga á vegum Bubba þar sem hann kennir Davíð um heimskreppuna.

Það er alveg með ólíkindum hvernig sum öfl ætla að reyna endalaust að halda því fram að allt sé Davíð að kenna. Átti ekki allt að lagast þegar Davið var komið úr Seðlabankanum? Var það raunin?

reyndar er gaman að sjá hversu Morgunblaðið fer nú í taugarnar á mörgum Vinstri manninum. Það errétt að Morgunblaðið er nú mun beittara en það hefur verið i langan tíma. Auðvitað ber að fagna því að það skuli vera til málgagn í landinu sem er ekki í spennitryju Baugsveldisins.

Ég hef þá trú að allt skynsamlegt fólk sjái að úrtöluplata Bubba er gatslitin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Varla getur Davíð gert að því að heili Bubba er skemmdur og ekki til þess fallinn að ávaxta pund kóngsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.3.2010 kl. 16:40

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Einmitt, Bubbi er þarna að fara á slóðir sem hann ætti að forðast, veit ekki alveg hver tilgangur hans er með þessu falska afspili sínu.

Guðmundur Júlíusson, 13.3.2010 kl. 17:08

3 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Davíð Oddson, Hanneg Hólmsteinn, og Kjartann Gunnarsson,það eru nú meiru pjakkarnir, ussssssss

þorvaldur Hermannsson, 13.3.2010 kl. 17:16

4 identicon

Davíð Oddsson, Hannes Hólmsteinn, Ólafur Ragnar, Bubbi, Jói í Bónus, Bjarni Ben, Sigmundur Davíð.

Má ég biðja ykkur að gjöra svo vel og færa umræðuna á hærra plan? 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 18:32

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bið fólk um að hætta að leita að sökudólgum, og leita heldur að samstöðu og lausnum á flokka-vandanum, sem stendur í vegi fyrir endurreisninni á Íslandi? M. kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2010 kl. 22:06

6 identicon

Baugsveldið óttast mest af öllu Morgunblaðið, því skal farið í eina herferðina enn með stuðningi manna eins og Bubba. Guðmundur Júlíusson, skoðaðu fjárhagsstöðu Bubba, þá skilur þú þetta "falska afspil hans".

Bubbi ætti að ræða við Hallgrím Helgason hvað hann segir í dag maðurinn sem skrifaði endalausar lofræður um útrásarvíkingana og varði Baug í föstum pistlum í Fréttablaðinu og lagði hatur á Davíd.

Hörður Torfason og Bubbi með hljómsveitina EGO gerðu umsátur um Seðlabankann fyrir rúmu ári síðan til að koma Davíð frá. Nú er Bubbi búin að gera NÝJAN samning -hann gerir ekki lengur plötusaminga, hann gerir samning um að leggja menn í einelti fyrir Baugsmenn, feðganna sem þola ekki frjálsa fjölmiðlun, SVEI ATTAN!!!.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 09:30

7 Smámynd: Óskar

Náhirðin rekur upp harmakvein þegar Bubbi segir sannleikann.  Hvort er gjaldþrot seðlabankans upp á nokkur hundruð milljarða Bónus eða Davíð að kenna?  ..Kannski bara Bubba?

Árvakur, móðurfélag moggans og vinnuveitandi Davíðs fékk 4 milljarða skuld afskrifaða.- það verður jú að gera allt til að halda prentsmiðju LÍÚ gangandi svo menn fari ekki að gera alvöru úr því að kjósa um kvótakerfið...

Óskar, 14.3.2010 kl. 13:34

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Flokkshollusta Náhirðarinnar nær langt yfir landamæri staðreynda og skynsemi.

Það segir mikið um hennar auma söfnuð að hún skuli tilbúin að loka augunum fyrir því að Do ber höfuðábyrgð á ástandinu hér nú.

Bubbi fer algerlega með rétt mál í þessu.

hilmar jónsson, 14.3.2010 kl. 13:40

9 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hvað er Bubbi að hugsa?..Síðast þegar ég vissi sagðist hann vera Sjálfstæðismaður.. Hallast að því að Heimir hafi rétt fyrir sér. Stundum skil ég ekki upp né niður í söngvaranum..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.3.2010 kl. 13:42

10 Smámynd: Sigurður Jónsson

Er það nú full sterkt til orða tekið hjá Bubba að allt sé Davíð að kenna. Bubbi hefði átt að taka þá með sem hann hefur haft mest samskipti við og seldi m.a. annars hugverk sín og flutning.

Ég held það það sé nú fyrst og fremst 30 plús 3 klúbburinn sem fór með landið á hausinn. Því miður var Davíð alltof hjálpsamur við þetta fólk.

Sigurður Jónsson, 14.3.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband