14.3.2010 | 13:45
Loksins eitthvað að viti?
Ég er nú ekki oft sammála Árna Páli,félagsmálaráðherra, en mér finnst jákvætt það sem hann er núna gera varðandi réttarbót til handa þeim sem voru með lán frá eignalánafyrirtækjum.
Það er alveg skelfilegt hvernig staða margra er sem hafa keypt bíla með lánum eða bílasamningum frá þessum fyrirtækjum eins og Lýsingu og öðrum slíkum. Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi og eru orðin langt umfram verðmæti bílsins.
Margir hafa lent í því að þurfa að skila bílnum og þá er verðmæti bifreiðar metið niður á allan hátt,þannig að það verður langt fyrir neðan markaðsverð en eftir stendur himinhátt lán.Síðan er einhverjum gæðingum seld ar bifreiðar á ansi hagstæðu verði,þannig að þeir geta svo hagnast á sölu bifreiðarinnar.
Það er mjög jákvætt að félagsmálaráðherra skuli nú ráðast gegn þessum okurfyrirtækjum.Þetta hefði bara þurft að gerast mörgum mánuðum fyrr. Það hefði örugglega bjargað mörgum.
Þá er tillaga Illuga Gunnarssonar,þingmanns, mjög athuglisverð sem gerir ráð fyrir niðurfellingu dráttarvaxta tímabundið.
Það er gott að loksins,loksins sé hugsanlega eitthvað að gerast til hjálpar skuldsettum heimilum,en ansi er þð seint.
Óttast ekki lögsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það virðist einhver glæta að birtast eða er verið að friða okkur?..En hvenær kemur svarta skýrslan út?..Ekkert rætt um það núna
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.3.2010 kl. 13:49
Ég er bara engan vegin sáttur við þessa tillögu og finnst hún lykta af samviskubiti og nauðvörn áður en skýrslan ógurlega kemur út.
Ég reiknaði bílinn minn áðan miðað við 110% leiðina, hann kemur þannig út að ég er búin að borga rúmlega milljón af 1.9 síðan ég keypti hann. Núna stendur lánið í 3.2 og ef ég lækka það þá fer það í 1.9 milljónir aftur. Komin aftur á byrjunarreit með sama bílinn bara meira keyrðan.
Þetta er eins og að fá stikkpillu með hjálpartæki á endanum, það er verið að hjálpa manni aðeins en samt tekin í r*********ið
Stebbi (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 14:02
Hvað finnst ykkur allt fólkið sem vinnur hjá þessum fyrirtækjum sem munu mjög líklega missa vinnuna og fara á atvinnuleysisbætur ef þessar tillögur ná fram að ganga? Þessi lánafyrirtæki þurfa jú að standa í skilum við lánadrottna erlendis og þau lán hafa hækkað alveg nákvæmlega eins og myntkörfu bílalánin. Ég veit að þessar tillögur hljóma eflaust vel í eyrum margra, en þetta gæti haft mjög slæm áhrif á þjóðarbúið.
Síðan má ekki gleyma því að þegar þú tekur myntkörfulán og þú ert með nokkra gjaldmiðla sem allir eru fljótandi, að þá tekurðu mjög mikla áhættu. Fólki á að vera ljóst þegar það tekur svona lán að það getur bæði hækkað og lækkað mjög mikið.
Joseph (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 14:08
"Síðan má ekki gleyma því að þegar þú tekur myntkörfulán og þú ert með nokkra gjaldmiðla sem allir eru fljótandi, að þá tekurðu mjög mikla áhættu. Fólki á að vera ljóst þegar það tekur svona lán að það getur bæði hækkað og lækkað mjög mikið."
En þegar þú tekur lán þá hugsarðu ekki þannig að þegar þú ert að verða búin að borga 1/3 að þá tvöfaldist það og mánaðargreiðslan tvöfaldist í takt.
Þegar ég keypti þennan bíl þá var ekkert annað í boði í lánum enda var manni sagt það að það væri algjör vitleysa að fara að taka verðtryggt íslenskt á meðan þetta stóð til boða. Ef ég vildi gera það þá þyfti ég að fara í banka og sækja um skuldabréfalán, en ef ég tæki myntkörfu þá væri hægt að redda þessu bara á staðnum. Að sjálfsögðu tók ég það inn í myndina að lánið gæti sveiflast um 10-20% tímabundið en aldrei datt mér í hug að það færi 120% að eilífu.
Svo koma svona gúbbar eins og Árni Páll sem veit varla hvað hann heitir þegar hann vaknar á morgnana, svo oft er hann búin að skipta um skoðun í skuldavanda heimilana og segja mér að lausnin sé fundin. Ef þú ert heppin þá getur hann sett lánið þitt á byrjunarreit og þá er hægt að byrja að borga alveg uppá nýtt og allt sem þú settir í lánið þar á undan er bara farið. Farið til 'Money heaven' eins og einn snillingurinn sagði.
Stebbi (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 14:33
Ef Joseph heldur ad kaupleigufyrirtaekin hafi tekid lan erlendis fyrir ollum utlánunum, er thad mikill misskilningur. Obbinn af thessu var tekid ad lani her innanlands, en lanin aftur a moti tengd vid erlendan gjaldeyri. Thetta útspil félagsmálarádherra gerir ekkert gagn fyrir nokkurn mann, hvorki med bílalán né húsnaedislán. Thad er enginn munur á ad eiga ekkert og eiga alls ekkert. Thad er eingongu verid ad treina dauddagann hja theim sem mest skulda og reyna ad kreista út úr theim eins mikid og lengi og kostur er, ádur en ad lokum er sett i lás og allt hirt af vidkomandi. Menn skulu fagna varlega svona tillogum. Thaer hjálpa nákvaemlega engum, ef daemid er reiknad til enda.
Halldór Egill Guðnason, 14.3.2010 kl. 15:16
Athyglisvert Stebbi ! að heyra þína sögu svona frá fyrstu hendi, þetta minnir á margan hátt á ástandið 1979/1980 ("fornöld" fyrir mörg ykkar) við seldum þá blokkaríbúð í Hafnarfirði á "gömlu" kjörunum, 60% "ÚT" ,,sem þýddi að greiðslurnar komu, vaxtalausar jafnt á 12 mán.!!, og restin yfirtekin lán ofl.þ.h. fengu lóð í Garðabæ, gerðum samning við "Siglufjarðarhús" um 5 herb. einingahús á c.a. 150 m2, en nú var komin VERÐTRYGGING ! sem Siglufjarðarhús setti á allann samninginn,fyrir utan að veðdeildarlán og önnur voru nú einnig verðtryggð, við leituðum ráða hjá þeim sem við töldum vit hafa á, og okkur sagt að "svo lengi sem verðbólgan ekki fer upp úr öllu valdi, er þetta besta mál, vextir verða lægri og verðtryggingin mun "bremsa" verðbólguna, svo bara sláið til"
Nú þeir sem þekkja söguna vita hvernig fór, verðbólga æddi af stað, 1983 var hún yfir 130% um tíma (meiri en í Argentínu það árið) sama ár var verðtryggingin tekin af LAUNUM ! en ekki skuldum, þannig að þegar síðasta "útborgunar" greiðslan kom frá blokkar íbúðinni dugði hún fyrir einni fyllingu á tankinn á bílnum...
Þeir sem verst lentu í þessu voru auðvitað þeir sem voru á álíka róli og við seldu á "gömlu" kjörunum og tóku lán á "nýju" verðtryggðu kjörunum, hversu margar fjölskyldur þetta hafa verið veit ég ekki, en líklega mun færri en eiga í basli núna,við vorum heppin, náðum að selja og kaupa annað minna, en margir misstu allt og sátu samt skuldum vafnir og persónulega gjaldþrota, og ég gleymi aldrei orðum þáverandi félagsmálaráðherra Svavars Gestssonar, þegar hann í sjónvarpsþætti var spurður hvort ekki ætti að reyna hjálpa þeim sem verst urðu úti í þessum hildarleik, og hann svaraði "Það kemur ekki til greina, því þá verða menn að koma inn á lánastofnar og annað og SANNA fætækt sína " þar með var ekkert gert, en framhaldið þekkja allir, verðbólgan fór smátt og smátt niður, efnahagslíf Íslands varð stöðugra og stöðugra þar til....
Kristján Hilmarsson, 14.3.2010 kl. 15:37
Deutsche bank (stærsti lánveitandi Lýsingar) hlýtur að gleðjast yfir því að Íslenska ríkið taki á sig að greiða mismuninn. Því varla ætlar Íslenska ríkið að þjóðnýta eignir erlendra banka hér á landi án bóta. Má bjóða ykkur annað Icesave?
sigkja (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.