Vinstri stjórnin í stríði við allt og alla.

Forystumenn Vinstri stjórnarinnar telja sig vera boðbera samvinnu og sátta í þjóðfélaginu. Sú stefna birtist reyndar fáum. Nýlega litu Samtök atvinnulífsins svo á að Vinstri stjórnin hefði rofið sáttmálann um stöðugleikann með samþykkt skötuselsfrumvapsins.

Nú telur forysta ASÍ á sér brotið með stofnun Vinnumarkaðsstofnunar. Forseti ASÍ sgir þáaldrei muni sætta sig við þetta.

Merkilegt að stjórn sem segist vilja frið og sátt í þjóðfélaginu skuli hafa fengið bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ upp á móti sér. Í stað samstarfs og friðar er Vinstri stjórnin í stríði við allt og alla..


mbl.is Harðorður í garð félagsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óviðunandi að Vinnumálastofnun sé stýrt af framsóknarmanni. Alveg óásættanlegt. Þetta er nánast eina leiðin sem hægt er að fara til að losna við Gissur.

Rosabaugur (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 13:06

2 identicon

Þau æða í allar áttir og vita ekkert, frekjan og hrokkin er svo yfirgengilegur að það nær engri átt. Þau virðast ekki ráða við neitt, allt sem þau gera verður að en meira  rugli. 

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 15:59

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurður - þessi stjórn er ekki í stríði við allt og alla - bara þjóðina - heilbrigða skynsemi - vitsmuni og það erlenda fólk sem vill uppbyggingu hér á heilbrigðum forsendum og sanngirni.

Heimska - afneitun - ótrúleg vanþekking og fyrirlitning á öllu sem getur orðið til framdráttar í uppbyggingu eru hennar stuðningsmenn og átrúnaðargoð.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.3.2010 kl. 18:43

4 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Siggi ég bara skil þig ekki,ég held að það væri sama hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerði af sér,þótt hann tæki alla þína ættingja af lífi,þú myndir hlaupa til og verja hann,hvílík flogshollusta,af hverju hafa þessir sem hafa stolið öllum miljörðunum undanfarin ár barist fyrir Sjálfstæðisflokkin,er það ekki fyrir það að þá hafa þeir getað stolið í friði á meðan flokkurin er við völd.kv

þorvaldur Hermannsson, 26.3.2010 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband