Á líka að kjósa um kvóta í landbúnaði, um laxveiðiárnar, um leigu landeigenda og fleira ?

Ég er einn af þeim sem tel að ýmislegt megi laga og bæta í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi,en ég kem ekki auga á hvernig eigi að kjósa um málið. Á að spyrja kjósendur, viljið þið taka kvótann af núverandi aðilum sem hafa hann til umráða. Eflaust gætu menn fengið þá niðurstöðu að rétt væri að hirða kvótann af mönnum sem hafa fjárfesta í honum. En er það rétt? Hvað myndi vinnast með því annað en leggja flestar útgerðir í rúst. Það er gjörsamlega fráleitt að ætla að efna til slíks klofnings og stríðs meðal þjóðarinnar eins og Samfylkingin vill.

Ef Samfylkingin ætlar þessa leið ín sjávarútveginum, á þá ekki alveg eins að kjósa um hvort hirða eigi kvótann af bændum í landbúnaðinum. Það hefur nefnilega farið ansi hljótt að þar er einnig kvótakerfi, sem gengur kaupum og sölum. Er það kerfi þá ekki alveg eins óréttlátt.

Hvað með aðila sem eiga heilu laxveiðiárnar og leyfa mönnum að óta þar veiðiréttinn og úthluta mönnum kvóta. Ætlar Samfylkngin að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og spyrja kjósendur hvort þeir vilji ekki hirða árnar af aðilum sem eru að græða stórfé áað leyfa öðrum að nýta veiðiréttinn.

Hvað með landeigendur, sem eru að selja land eða innheimta lóðarleigu í eigin vasa. Samfylkingin hlýtur að vilja setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort ekki sé rétt að ríkið hirði landið af landeigendum.

Maður skilur ekki alveg hvað Samfylkingunni gengur til að ætla að efna til alls herjarátaka milli landsmanna.

Það er mjög hættulegur hugsunagangur sem kemur fram í hugmyndafræðis Samfylkingarinnar þ.e. að fyrirtæki megi ekki græða. Raunveruleg er Samfylkingin að boða breytingu ásamt Vinstri grænum að allt færist smátt og smátt undir ríkið. Halda menn virkilega að það verði betra fyrir íslensku þjóðina að drepa niður allt einstaklingsfrelsi og framtak einstaklingsins.

Ég held ekki.


mbl.is Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna er bara með þennan venjulega poppulism pólitík

maggi (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 17:49

2 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Sæll Sigurður.

Ég er ekki að skilja hvað Jóhönnu gengur til, vill hún stríð? Hvað ef útgerðamenn sigla í land og loka öllu. Hver á þá að fiska kvótann? Hvað gerir ríkisstjórn með kvóta án skipa.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 28.3.2010 kl. 18:29

3 identicon

Sæll.

Fínn pistill.

Er Skattfylkingin ekki bara í fýlu vegna þess að SA sagði sig frá stöðugleikasáttmálanum? Nú á að hefna sín.

Jon (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 09:35

4 identicon

Sæll Sigurður, þú virðist vera fórnarlamb hræðsluáróðurs kvótaeigenda.Það ætti að vera deginum ljósara að það er ekki stefna nokkurs flokks að leggja sjávarútvegsfyrirtæki í rúst. Hins vegar eru þeir komnir langt með að eyðileggja sín  eigin fyrirtæki vegna kerfisins sem þeir lofsyngja svo mjög. Skuldir sjávarúvegsfyrirtækja eru meiri en eignir. Uppsprengt kvótaverð og peningaflæði úr hrundu bankakerfi sáu fyrir því. kerfið er gjaldþrota og það sjá allir sem vilja. Gífurlegir fjármunur hafa verið fluttir úr greininni. Völd kvótaeigenda á landsbyggðinni eru skelfilega mikil. Leigutekjur sumra útgerða eru miklar og ekki virðist erfitt að fara í kringum veiðiskylduna. Í vissum skilningi er stríð í landinu. Um hvað er stríðið? Það er um þau verðmæti sem nýfrjálshyggjunni tókst ekki að eyðileggja. Stríðið er um það að slíkt stórslys koma aldrei fyrir aftur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 14:10

5 identicon

The specially designed of mbt shoes significantly improves both your posture and your gait. The uniquely designed of MBT, combined with correct training, achieves a more active and healthy posture and walk. Wearing mbt shoes will burn extra calories, help to regenerate muscles. Cheap mbt shoes sale in MBTag.com.

mbt shoes (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 04:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband