Viljum við afhenda ESB fiskimiðin til að stunda ofveiði ?

Áhugi ESB þjóða að fá okkur Íslendinga í bandalagið á sér örugglega þá skýringu helsta að þjóðirnar sjá fram á að geta nýtt sér hin gjöfulu fiskimið okkar. Eins og frétt mbl greinir frá sýna rannsóknir að ESB þjóðir hafa stundað ofveiði. Þeir þurfa þess vegna að fá aðgang að öðrum fiskimiðum.

Það er fáránlegt að okkur íslendingum skuli detta í hug að ætla að fórna okkar aðal atvinnuvegi til að geta setið í kjöltu ESB. Furðulegt að heill stjórnmálaflokkur beins og Samfylkingin skuli leggja allt kapp á að koma okkur þar inn. Enn furðulegra er þó að Vinstri grænir standi við hlið Samfylkingarinnar í þessu máli. Þetta mál er keyrt áfram þrátt fyrir smá kattavæl í einstökum þingmönnum VG.

Sorglegt að við skulum vera að eyða hundruðum milljörðum í umsókn í ESB til að geta afhent ESB þjóðunum okkar dýrmætustu eign þ.e. yfirráðin yfir fiskimiðunum.


mbl.is Útvegsstyrkir ESB leiða til ofveiði samkvæmt nýrri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek heils hugar undir þetta hjá þér Sigurður.

Furðulegt að heill stjórnmálaflokkur fari gegn stærstum hluta þjóðarinnar og hafi mjög einbeitta brotavilja gagnvart landi sínu og þjóð að vilja troða okkur inní þetta ólýðræðislega, óskilvirka og gjörspillta yfirríkjabandalag sem heitir ESB !

Við værum ekki að fara að veiða 1 kíló af makríl núna ef við værum komnir undir krumlurnar á þessu apparati.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 13:39

2 identicon

hver munurinn á að "heill stjórnmálaflokkur" fari gegn stærstum hluta þjóðarinnar og hafi mjög einbeittan brotavilja gagnvart landi sínu og þjóð,við að vilja troða okkur inn í ESB eða annar stjórnmálflokkur fari gegn stærstum hluta þjóðarinnar við afhendingu auðlindar til fámennrar klíku útgerðarmanna - og hversvegna ætti þá ekki almenningi að vera slétt sama hvort sægreifinn talar íslensku,spænsku eða ensku ?

arni (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 13:55

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Það er ekki síður Vatnið sem þeir hafa áhuga á, og orku auðlindirnar, svo verður góð aðstaða hér á landi,þegar norðaustur leiðin opnast skipum.Þeir hafa altt að vinni og engu að tapa.Í ljósi þessara stareinda er furðulegt að þjóðin skuli ekki vera búin að henda þessari svika stjórn frá völdum.

Þórarinn Baldursson, 2.4.2010 kl. 14:47

4 identicon

Til að svara "arni" þá sé ég engan mun á þeirri ósvinnu sem er algerlega gegn meirhluta þjóðarinnar að gjafakvótakerfinu megi ekki hreifa við. 

Ég hef reyndar þá trúa að það verði lagað. Þjóðin lætur ekki bjóða sér annað. Mér finnst lausnin um 5% afskriftarreglur árlegar vera mjög sanngjarnar og réttlátar.

Það óréttlæti allt saman réttlætir hinns vegar ekki það að reynt sé að ganga gegn miklum meirhluta þjóðarinnar með því að þvinga okkur undir krumlu þessa ólýðræðislega yfirríkja bandalags sem heitir ESB. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 14:52

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Hvernig væri að bíða og sjá hvað út úr viðræðunum við Evrópusambandið kemur? Hefir það einhvern tilgang að mála skrattann á vegginn og vera með tilhæfulausar fullyrðingar um eitthvað sem aldrei getur gerst. Það hefur hvergi gerst innan Evrópusambandsins að nokkur þjóð geti farið inn í annað ríki og hrifsað til sín auðlindir þess. Danir eiga olíuna og gasið á sínu landgrunni, Bretar sömuleiðis. Þjóðverjar eiga þau kol sem þar eru í jörðu, engin getur gert tilkall til þeirra. Hvert orkuver sem byggt er í einu aðildarlandanna er að fullu i eigu og undir stjórn viðkomandi lands, sama hvað orka það er.

Ekkert land í Evrópusambandinu á nokkur fiskveiðiréttindi innan íslenskrar landhelgi, við munum aldrei láta þau réttindi af hendi. Eina þjóðin sem e. t. v. á einhver söguleg réttindi er ekki í Evrópusambandinu svo það skiptir ekki máli, sú þjóð er Færeyingar.

Hvernig væri að þið færuð að tala af einhverju viti um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Ég er mjög hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið en er ekki tilbúinn til að lýsa því yfir að ég muni greiða atkvæði með því, það get ég ekki ákveðið fyrr en ég sé hvað er í boði og hvort einhverju þarf að fórna.

Það er ekki hægt að fá svar við því nema láta reyna á það með aðildarviðræðum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.4.2010 kl. 15:46

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um Sigurður Gretar en Breskir sjómen vita við hvað er að eiga því Spánverjar eru nánast búnir að reka þá úr sinni eigin fisveiðilögsögu, með því að snúa á hið handóníta regluverk ESB.  Bretarnir sjá að þeir geta leikið sama leikinn hér. 

Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2010 kl. 21:39

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Menn þurfa engar viðræður til að finna út hvað stendur í Rómarsáttmálanum

Viðræður munu ekki breyta honum. Menn geta líka litið til dómafordæma Evrópudómstólsins um fiskveiðar þar sem skírskotað er til Rómarsáttmálans.

Þá sjá menn allstaðar afleiðingarnar s.s. Írlandi, Englandi og Skotlandi.

Sigurður Þórðarson, 2.4.2010 kl. 22:07

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er mikið gáleysi að blanda ESB umsókn inn í innbyrðis deilur okkar um aukningu á aflaheimildum með þessum hætti. Ekkert gæti orðið til þess að efla þjóðina meira í andstöðunni við inngöngu í þann skítahaug betur en það ef við værum búin að hleypa lífi á ný í sjávarplássin víðs vegar um landið.

Og ég spyr: Hvað ætti þessi þjóð að sækja inn í rikjabandalag sem samnýtir aðgengi þjóðanna að auðlindum ef við værum búin að treysta búsetu um allt land þar sem þessi auðlind væri grundvöllur hagsældar?

Við þurfum helst að gleyma þessari fjandans 5% fyrningarleið og ganga hreint til verka við að innkalla kvóta og stórauka strandveiðar. 

Það er mikill hræðsluáróður og heimskulegur að halda þvi fram að innköllun kvótans stefni stórum og vel reknum útgerðum í voða.

En ef þessar útgerðir sjá sannan voðann framundan við þessa aðgerð þá er eitthvað mikið að í rekstri þeirra. Það er ekki ástæða til að svipta þessar vel reknu útgerðir aflaheimildum þótt framsalsrétturinn verði stöðvaður með innköllun sem svo er nefnd.

Þar er um tvö aðskilin mál að ræða.

Árni Gunnarsson, 3.4.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband