5.4.2010 | 13:00
Breytist hugsunarháttur þingmanna ef landið verður eitt kjördæmi?
Björgvin G.Sigurðsson,þingflokksformaður Samfylkingarinnar og þingmaður Suðurkjördæmis telur að hugsunarháttur þingmanna muni breytast verði landið allt gert að einu kjördæmi. Verði það gert muni þingmenn hætta öllu poti fyrir sína heimabyggð og kjördæmi.
Ég hélt nú reyndarað í dag ættu þingmenn fyrst og fremst að hugsa um hag landsins þótt þeir væru kjörnir fyrir ákveðið kjördæmi. Svo er það spurning hvort það yrði til bóta fyrir landsbyggðina ef landið væri allt gert að einu kjördæmi.
Verði landið gert að einu kjördæmi er ég ansi hræddur um að flokksforystan muni ráð ansi miklu um val framboðslistans og hlutur Reykjavíkursvæðisins verði ansi mikill á hverjum lista. Ætli landbyggðarsjónarmið ættu þá mikið uppá pallborðið?
Það er alls ekki gott að þingmenn fjarlægist kjósendur sína sem myndi gerast eef landið verður eitt kjördæmi. Ef eitthvað er að núverandi fyrirkomlagi kjördæmaskipunar er það þau eru of stór. Þingmenn eiga erfitt með að sækja fundi og vera í nánu sambandi við kjósendur sína.Það væri því mun nær að gera þá breytingu að fjölga kjördæmum heldur en að gera landið að einu kjördæmi.
En þessi hugsunarháttur Björgvins í Samfylkingunni kemur ekkert á óvart. Samfylkingin vill færa valdiðö frá fólkinu. Þetta er alveg í samræmi við þeirra hugsun að betra sé fyrir Ísland að vera lítill hreppur en ESB heldur en standa utan við bandalagið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Með byggðastefnu ESB er ég afar örugg um hag okkar á landsbyggðinni. Hrunið varð líka almest á höfuðborgarsvæðinu og það ásamt inngöngu í ESB mun á næstu árum jafna byggð um landið allt. Fólk vill búa hvar sem er á landinu ef þjónusta, netsamband og samgöngur eru í lagi. Með stækkun sveitarfélaga og færslu þjónustu til þeirra mun það misræmi sem verið hefur minnka til mikilla muna. Af þessu öllu sést að stefna okkar Samfylkingarfólks er til mikilla bóta á svo mörgum sviðum fyrir íbúa þessa lands. Þegar miðflóttaaflið til Faxaflóasvæðisins minnkar og farið verður að líta á landið allt sem fjölbreytt atvinnusvæði, breyta þingmann sínum áherslum eins og aðrir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.4.2010 kl. 14:39
Þetta er eitthvað sem huggnast mér ekki en allt í lagi að skoða málið en ég dreg í efa að landsbyggðarfólk fyrir utan einhverja örfá muni telja þetta vera til hagsbóta fyrir þá - það sem þarf að breyta er vægi atkvæða að það sé það sama allsstaðar á landinu.
Annars er alltaf athyglisvert að heyra hvað hrunbankamálaráðherrann hefur að segja. ESB- aðild verður aldrei samþykkt hér á landi - hvorki af þjóð né þingi -
Óðinn Þórisson, 5.4.2010 kl. 15:35
Ég er nokkuð sammála þér Sigurður þó svo að Samfylkingar spilagosinn Björgvin G. Sigurðsson gapi eitthvað annað en er nú reyndar eins og föllnu bnakarnir sem hann stóð í stafni með og flaug fram af hengifluginu á fullri ferð !
Nú er hann nefnilega alveg eins og föllnu bankarnir allt annar og nýr enda heitir hann nú "Nýji Björgvin G. Sigurðsson" og er kominn í allt önnur og betri Armani jakkaföt og hefur eiga hugmynd eða ber neina ábyrgð á þessum "Gamla" Björgvini G. sem var allt önnur lögpersóna.
Eitt eiga þó þessi "Gamli" og "Nýji" sameiginlegt þeir geta helst ekki opnað munninn öðru vísi en dásama ESB aðild hvort sem það varðar atvinnu- eða samgöngumál eða hvað eina sem varða okkur fólkið í landinu.
Hér ofan við mig commenterar líka Hólmfríður Bjarnadóttir sem ég veit alltaf nákvæmlega uppá hár hvað segir við öllum fréttum og bloggum.
Því það er eins og hún hafi verið forrituð af Björgvini G. og þessum hrunflokki hans sem heitir Samfylkingin.
Svo talar hún eins og Björgvin G. og þessi FLokkur þeirra, að þjóðin sé á fullri ferð inní ESB apparatið og alla dýrðina þar.
Þjóðin er fyrir löngu búinn að sjá í gegnum þetta rotna og spillta vald sem ESB apparatið er og þjóðin hefur algerlega sýnt það ótvírætt í öllum skoðanakönnunum að þjóðin er ekkert á leiðinni inní ESB.
Hvenær ætlar þetta fólk að hætta þessari sjálfsblekkingu og taka hausinn uppúr sandinum og horfa á raunveruleikann og hlusta á fólkið í landinu, en ekki alltaf að hlutirnir verði bara eins og þau vilja að þeir séu.
Meira að segja Jón Baldvin er svo mikill raunsæjismaður að hann veit og hefur viðurkennt að þjóðin er alls ekkert á leiðinni inní ESB í nánustu framtíð.
Hvað sem líður þessu rándýra bjölluati í Brussel og hana nú !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 15:54
Það er spurning hvort ekki væri rétt að taka upp sama kerfi og í USA, þar eru engir þingmenn frá höfuðborginni. Ástæðan er einföld, þeir sem búa í þar hafa auðveldari aðgang að stjórnkerfinu og er því ekki talin þörf þingmönnum fyrir íbúa borgarinnar.
Gunnar Heiðarsson, 5.4.2010 kl. 17:35
Gunnar Heiðarson kemur hér með atriði í kjördæmamálinu íslenska sem skotið hafa annað slagið upp kollinum og eiga ekkert erindi inn í umræðuna að gera og eru röng.
Ástæðan fyrir því að Washington er ekki með þingmenn eru allt aðrar en þær sem Gunnar nefnir.
Bandaríkin Norður-Ameríka er ríkjasamband og hvert ríki er með samning við ríkjasambandið. Það var ákveðið í upphafi að ríkin hefðu ekki hvert höfuðborg. En til að gæta jafnræðis væri Washington höfuðborg allra ríkjanna en væri ekki sjálf í ríki.
Í ríkjasambandinu er 309.000.000 íbúa en í Washington D.C eru 599.000 íbúar en það gera 0.20% af íbúafjölda Bandaríkjanna.
Ísland er eitt ríki með 330.000 íbúa. Í höfuðborginni sem svo er nefnd, þó um hana gildi eingin sérstök lög það ég veit eru 119.000 íbúar eða 36% af íbúum ríkisins.
Þannig að þessu er ekki saman að jafna og að sjálfsögðu er ekkert kosningafylgi með svona hugmyndum sem Gunnar ber hér fram.
Varðandi þingmannafrumvarp Björgvins G. Sigurðssonar að þá mundi sú hugmynd jafna algerlega kosningaréttin.
Aftur á móti er ég persónulega hlynntur því að landinu sé skipt í kjördæmi og vil að heimamenn geti ráðið sem mestu um hverjir komist að sem þingmenn fyrir sitt kjördæmi. Það tryggir minnihlutahópum málsvara sem er nauðsynlegt og dreifir valdi.
Jöfnum atkvæðisréttarins getur farið fram með breyttum kosningarlögum og kunnugir hafa sagt mér það að til þess þurfi ekki að breyta stjórnarskránni.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.