Hvernig verður forsíða Fréttablaðsins í fyrramálið?

Fréttablaðið hefur talið okkur trú um að það flytji hlutlausar frétt af mönnum og málefnum. Fréttablaðið hefur talið okkur trú um að helsti eigandi blaðsins Jón Ásgeir og fjölslylda hans hafi engin áhrif á ritstjórnarstefnu blaðsins eða fréttaflutning.

Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Fréttablaðið tekur á málum Jóns Ásgeirs sem verið hafa til umfjöllunar í dag. Mun Fréttablaðið slá þessu spillingartali og málsókn á forsíðu í fyrramálið.

Mun leiðari Fréttablaðsins fjalla um spillingarvef Jóns Ásgeirs og félaga í Glitni.

Það verður spennandi að sjá hvernig hið hlutlausa Fréttablað tekur ámálum Jóns Ásgeirs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já já þeir settu þetta á forsíðuna enda ekki við öðru að búast af svona hlutlausum miðli. Fyrirsögnin var prentuð í smæsta mögulega letri á forsíðunni, höfð smæsta fréttin og svo falin á miðri síðunni hægra meginn. Ég rakst á þetta um leið og ég hafði skimað 4 sinnum yfir forsíðuna.

Svo vantaði ekki hörkuna í ítarlegu umfjölluninni í blaðinu, ekki á síðu 2, ekki á síðu 4 heldur á síðu 6. Alvöru fjölmiðill settur að sjálfsöfðu alltaf heitustu fréttina á síðu 6, helst innan um myndir af léttklæddu fólki.

Mér eins og öllum öðrum fannst fréttin um fjárfesta sem var meinað að fjárfesta með aflandskrónum miklu áhugaverðari en þessi smáfrétt um misnotkun Glitnis. Það hefði átt að gefa út sérblað um þetta því það er svo óhugnanlegt hvernig við förum með þessa frábæru fjárfesta sem vilja bara koma með aflandskrónur inn í landið, við þurfum að bæta þeim í 2000 milljarða króna safnið sem þegar er til staðar.

Björn (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband