Hvers vegna þurfa Eyjamenn að greiða veggjöld ?

Spurningin um hvort taka eigi upp veggjöld skýtur alltaf upp kollinum öðru hvoru.Út af fyrir sig er ekkert óeðlilegt að þetta sé rætt. Við sjáum víða erlendis að ámörgum stöðum eru innheimt veggjöld.

En þá kemur auðvitað upp spurningin hvort þessi veggjöld eigi fyrst og fremst að beinast gegn landsbyggðinni. Á þá ekki alæveg eins að rukka inn veggjöld milli Reykjavíkur og Hafnafjarðar.

Sumir benda á að nú þegar séu innheimt veggjöld í Hvalfjraðargöngunum. Það er ekkert óeðlilegt við þa'ð þar sem vegfarendur eiga val um aðra leið án þess að greiða veggjald. Á því er grundvallarmunur eða að innheimta veggjald þar sem aðeins er um þann eiga möguleika að ræða til að aka um.

Sem gamall Vestmannaeyingur vil ég benda á að Eyjamenn hafa aðeins um einn þjóveg að velja ætli þeir að notfæra sér bíl sinn til að aka um vegi landsins.

Hvers vegna þurfa Eyjamenn að greiða veggjald þegar þeir ætla að nota þjóðvegi landsins. Gjald fyrir bílinn með Herjólfi er ekkert annað en veggjald. Rök Hvergerðinga á móti veggjaldi eru að innheimta slíks gjalds gangi þvert á stefnu stjórnvalda um suðvestursvæðið sem eitt atvinnu-og búsetusvæði.

Hvergerðingar segja einnig að innheimta veggjalda muni skekkja búsetuskilyrði.

Frá 1.júlí n.k. verða vestmannaeyjar enn meiri hluti af suðvestsursvæðinu með tilkomu bættum samgöngum í Bakkafjöru.

Miðað við skoðanir Hvergerðinga og fleiri á innheimtu veggjalda eiga Vestmaeyingar hiklaust að krefjast þess að ókeypis verði fyrir bifreiðar á þjóðvegi Eyjamanna til fastalandsins.


mbl.is Mótmæla áformum um veggjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er þetta ekki eintómt hártog hjá þér Sigurður

Jón Snæbjörnsson, 8.4.2010 kl. 11:03

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 

Nei Jón ! þetta er ekkert hártog hjá Sigurði, við verðum bara að muna að EKKERT er frítt, hvorki Hafnarfjarðarvegurinn, Hvalfjarðargöng né Sjóleiðin til Vestmannaeyja, en sumt er greitt alveg eða að hluta úr almannasjóði (ríkiskassanum) og annað af notendum hverju sinni.

Að mínu mati fer þetta allt út í þjóðfélagið fyrir rest sama hvernig rukkað er inn, á staðnum eða yfir skattseðilinn, þar með eru grímseyingar að borga núna t.d. viðhald og rekstur suðurlandsvegar svona til að setja þetta á oddinn, en myndu svosem gera það hvort sem væri, þó vegatollur yrði settur á, vegna þess að ALLIR skattar og gjöld sama hvar þau eru sett á enda í samfélaginu sem verð og launahækkun hvort eð er, svo mikilvægast er að gera þetta þannig að sem mest komi til málaflokksins (vega og samgöngu í þessu tilfelli) og hverfi ekki í hítina, hef verið með "pælingar" um þetta áður: http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1038899/

Góðar Stundir

Kristján Hilmarsson, 8.4.2010 kl. 12:31

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það væri nær að rukka vegatolla þar sem verulegur árangur myndi af því skapast. Er nærtækasta dæmið á stofnbrautum innan Reykjavíkur, þar sem of margir bílar eru á ferð og valda klárlega heilstjóni íbúanna. Myndi hvort tveggja minnka mengunina og leiða til þess að almenningssamgöngur yrðu vænlegur kostur, á borði en ekki eingöngu í orði.

Sindri Karl Sigurðsson, 8.4.2010 kl. 12:49

4 identicon

Sigurður, ég er sammála þér.

Ólafur Ólafsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband