Jóhanna verkstjóri segir brandara.

Jóhanna Sigurðardóttir,formaður Samfylkingarinnar,hefur verið þekkt fyrir margt annað en að vera mikill húmoristi. Eftir því var t.d. tekið fyrir nokkru á fundi Samfylkingarinnar að Jóhanna reyndi að segja brandara og slá á létta strengi. Enginn hló eða brosti,því enginn skyldi húmorinn. meira að segja fór húmorinn illa í Vinstri græna hvað varðaði kattasmölun o.fl.

Enn einu sinn reynir Jóhanna að segja brandara og nú er það um forvera sinn hana Ingibjörgu Sólrúnu. Jóhanna talar um svartsýni Ingibjargar þegar hún segir sína skoðun á ESB.

Ingibjörg Sólrún er mikill stjórnmálamaður og skynjar að við erum að henda peningum útí loftið með öllu þessu ESB brölti.

Ingibjörg skynjar að það er betra fyrir þjóðina að fresta öllu tali um aðild að ESB um óákveðinn tíma og að við Íslendingar snúum okkur að þarfari verkefnum. Það er það sem mikill meirihluti þjóðarinnar vill.

Jóhanna viðurkennir ekki staðreyndir og heldur bara áfram að  berjast við allt og alla.


mbl.is „Ingibjörg Sólrún of svartsýn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flestir læra af reynslunni.

Ekki þó Nornin.  Hún hefur setið aldarþriðjung á þingi og er því miður ennþá hæfust í að gera lítið sem ekki neitt og ekkert af því af viti....

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 13:58

2 identicon

Rétt Sigurður. Ingibjörg Sólrún er ekkert svartsýn, bara raunsæ um óþarfa bruðl á síðustu og verstu tímum. Jóhanna er án vava dugmikil og snjöll, en hún er úti að aka í ESB málinu og Steini situr í afursætinu og rígheldur í ráðherrastólinn, þess vegna þegir hann, kall greyið.

Ingolf (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 16:04

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hversvegna að halda þessu ESB - ferli áfram - það er ekki með samþykki þjóðarinnar - peningana á að nýta í aðra þarfari verlefmo t.d hvernig væri að byrja á því verkefni að slá skjaldborg um heimilin

Óðinn Þórisson, 9.4.2010 kl. 17:58

4 identicon

Uss Óðinn, það var slegið S-Gjaldborg um heimilin og allt annað er bannað... er það ekki nóg?

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband